Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 10:00
Elvar Geir Magnússon
Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford aftur á Old Trafford?
Powerade
Oliver Glasner, stjóri Palace.
Oliver Glasner, stjóri Palace.
Mynd: EPA
Marco Silva, stjóri Fulham, er einnig orðaður við Man Utd.
Marco Silva, stjóri Fulham, er einnig orðaður við Man Utd.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester United er félagið sem allir eru að tala um núna og tekur stóran hluta slúðurpakkans. Hver tekur við stjórastarfi félagsins til frambúðar? BBC tók saman.

Oliver Glasner (51) er líklegur til að vera efstur á blaði hjá Manchester United eftir að Rúben Amorim var rekinn. Stjórnendur United eru miklir aðdáendur Austurríkismannsins en samningur hans við Crystal Palace rennur út í sumar. (Telegraph)

Fulham er búið undir það að Manchester United reyni að fá portúgalskan stjóra liðsins, Marco Silva. (Sun)

Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo (20), hollenski framherjinn Joshua Zirkzee (24) og úrúgvæski miðjumaðurinn Manuel Ugarte (24) vildu allir fara frá Manchester United í janúar ef Amorim hefði verið áfram. (Mail)

Brottrekstur Amorim gæti gefið enska framherjanum Marcus Rashford (28), sem er á láni hjá Barcelona, endurkomuleið á Old Trafford. (Mirror)

Juventus hefur hafið viðræður við Liverpool um möguleika á að fá ítalska framherjann Federico Chiesa (28) lánaðan. Chiesa er opinn fyrir því að snúa aftur í ítalska félagið þar sem hann spilaði 2022-2024. (La Gazzetta dello Sport)

Bournemouth var tilbúið að borga 35 milljónir punda fyrir þýska vængmanninn Jamie Leweling (25) hjá Stuttgart en tilboðinu var hafnað. Enska félagið leitar að leikmanni í stað Antoine Semenyo (25) en ganverski vængmaðurinn nálgast Manchester City. (Sky Sports Þýskalandi)

Chelsea þarf að bregðast snöggt við ef félagið ætlar að kaupa Jeremy Jacquet (20) frá Rennes en Liverpool, Arsenal, Real Madrid og Manchester United sýna öll franska varnarmanninum áhuga. (Teamtalk)

Barcelona hefur gert tilboð í að fá portúgalska varnarmanninn Joao Cancelo (31) lánaðan frá Al-Hilal en Inter hefur líka áhuga. (La Gazzetta dello Sport)

Edu, yfirmaður fótboltamála hjá Nottingham Forest, er ekki öruggur í starfi en félagið hefur átt erfitt tímabil. (Telegraph)

Crystal Palace er tilbúið að berjast við West Ham um að kaupa norska framherjann Jörgen Strand Larsen (25) frá Wolves. (Mail)

Tottenham hefur rætt við Santos um að fá brasilíska vinstri bakvörðinn Souza (19) sem er einnig á blaði hjá Newcastle. (Teamtalk)

Enski framherjinn Callum Wilson (33) er í viðræðum um að ljúka samningi sínum við West Ham eftir að hafa verið aðeins fimm mánuði hjá félaginu. (Athletic)

Gary O'Neil, fyrrum stjóri Wolves, hefur fundað um að verða nýr stjóri Strasbourg. Liam Rosenior er hættur störfum hjá franska félaginu og er að taka við af Enzo Maresca hjá Chelsea. (Athletic)

Enski framherjinn Romain Esse (20) hjá Crystal Palace mun fara á lán til Coventry City í Championship út tímabilið. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner