Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. desember 2021 11:51
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Aron og Eggert búnir að gefa skýrslu hjá lögreglu
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Eggert Gunnþór Jónsson leikmaður FH gáfu báðir skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum.

Fréttastofa RÚV greinir frá þessu.

Fyrr á árinu tók lögreglan upp mál þeirra að nýju að beiðni brotaþolans í málinu. Báðir hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir segjast saklausir.

„Það er hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum," sagði Eggert í yfirlýsingu sinni.

Aron Einar er ekki eini leikmaður íslenska landsliðsins sem sætir lögreglurannsókn. Gylfi Þór Sigurðsson er laus gegn tryggingu á Englandi til 16. janúar vegna rannsóknar þarlendra yfirvalda á kynferðisbrot gegn barni. Hann hefur hvorki leikið með íslenska landsliðinu né liði sinu Everton á yfirstandandi leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner