banner
   fim 02. desember 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Cavani og Torres til Barcelona?
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: EPA
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani vonast til að ganga í raðir Barcelona þegar samningur hans við Manchester United rennur út næsta sumar, samkvæmt heimildum The Times.

Sagt er að þessi 34 ára leikmaður telji að hann geti spilað tvö tímabil til viðbótar í hæsta styrkleika.

Ferran Torres nálgast
Barcelona er að vinna í leikmannamálum sínum eftir að Xavi tók við og spænskir fjölmiðlar segja að félagið sé nálægt því að tryggja sér Ferran Torres, 21 árs sóknarleikmann Manchester City.

Mundo Deportivo segir að Torres hafi þegar gert munnlegt samkomulag um fimm ára samning við Barcelona. Hann sé tilbúinn að taka á sig launalækkun.

Talað er um að kaupverðið gæti verið rúmlega 40 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner