Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. desember 2021 21:25
Brynjar Ingi Erluson
England: Annar sigur Conte - Son átti þátt í báðum mörkunum
Leikmenn Tottenham fagna ásamt Son Heung-Min
Leikmenn Tottenham fagna ásamt Son Heung-Min
Mynd: EPA
Tottenham 2 - 0 Brentford
1-0 Sergi Canos ('12 , sjálfsmark)
2-0 Son Heung-Min ('65 )

Son Heung-Min átti þátt í báðum mörkum Tottenham Hotspur er liðið vann Brentford 2-0 í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en þetta var annar sigur liðsins í deildinni undir stjórn Antonio Conte.

Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill fyrir utan fyrsta mark Tottenham en það kom á 12. mínútu. Son átti fyrirgjöf sem Pontus Jansson hreinsaði í Sergi Canos og í netið. Klaufalegur varnarleikur hjá gestunum.

Son bætti svo sjálfur við öðru marki á 65. mínútu eftir góða skyndisókn. Sergio Reguilon fékk boltann á vinstri vængnum, keyrði allan vænginn áður en hann fann Son í teignum sem þurfti aðeins að pota boltanum í netið.

Brentford pressaði Tottenham hátt uppi síðustu mínúturnar en það hafði lítið upp á sig og lokatölur 2-0. Tottenham er nú í 6. sæti með 22 stig en Brentford í 12. sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner