Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. desember 2021 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Rifjar upp atvikið milli Beckham og Ferguson - „Þetta var ekki gott skot"
Carlos Queiroz og Sir Alex Ferguson
Carlos Queiroz og Sir Alex Ferguson
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Carlos Queiroz bætti nokkrum hlutum við söguna af því er Sir Alex Ferguson sparkaði fótboltaskó í andlit David Beckham eftir 2-0 tap gegn Arsenal árið 2003.

Ferguson var þekktur fyrir hárblásarameðferð sína á leikmönnum eftir töp og slæma leiki en hlutirnir fóru örlítið úr böndunum eftir bikartapið gegn Arsenal.

Það hafði verið stirrt á milli Ferguson og Beckham í einhverja mánuði vegna sambands Beckham og Victoriu en hann taldi hana hafa neikvæð áhrif á enska landsliðsmanninn.

Eftir leikinn gegn Arsenal þá hitnaði í kolunum er Ferguson sparkaði í fótboltaskó sem hæfði Beckham og þurftu leikmenn og þjálfaralið að halda Beckham niðri eftir atvikið. Queiroz, sem var aðstoðarþjálfari United á þessum tíma, hefur nú tjáð sig um það sem gerðist í raun og veru.

„Það er kominn tími til að greina frá sannleikanum á bak við þessa sögu," sagði Queiroz við FourFourTwo.

„Það var einhver sem sagði einu sinni við mig að Fergie væri með ansi góðan vinstri fót ef hann ætlaði sér að sparka fótboltaskónum í Beckham."

„Ég var í búningsklefanum þennan daginn og nú er kominn tími til að segja rétt frá. Þetta var ekki gott skot því skórinn fór fyrst í borð og þaðan í áttina að Beckham. Sir Alex, mér þykir fyrir því en þú ert ekki með eins góðan vinstri fót og þú heldur,"
sagði hann um atvikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner