Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 02. desember 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexa Kirton í Fram (Staðfest)
Framarar fá liðsstyrk
Framarar fá liðsstyrk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök liðsins í Lengjudeildinni á næsta tímabili því Alexa Kirton hefur skrifað undir samning við félagið. Þetta kom fyrst fram í slúðurpakkanum í lok október.

„Alexa er 23 ára varnarsinnaður miðjumaður sem átti frábæran feril með New Mexico í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún er leikjahæsti leikmaður skólans frá upphafi," segir í tilkynningu Fram.

Alexa spilaði á Íslandi á liðnu tímabili, lék með Stjörnunni í Bestu deild kvenna og koma þar við sögu í sjö leikjum.

„Alexa er mjög kraftmikill miðjumaður. Líkamlega sterk með góða boltameðferð og mikla leiðtogahæfileika. Við teljum hana styrkja liðið verulega og hlökkum mikið til að sjá hana spila í bláu treyjunni næsta sumar," segir í tilkynningunni.

Fram vann 2. deild á liðnu tímabili og spilar því í Lengjudeildinni á næsta tímabili.

Athugasemdir
banner
banner
banner