Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 26. október 2022 15:00
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki - Allt morandi í sögum
Matthías Vilhjálmsson er orðaður við þrjú félög.
Matthías Vilhjálmsson er orðaður við þrjú félög.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Patrik Johannesen og Sindri Kristinn Ólafsson.
Patrik Johannesen og Sindri Kristinn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hvert fer Kjartan Henry?
Hvert fer Kjartan Henry?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson.
Adam Ægir Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Kári Halldórsson er eftirsóttur.
Kjartan Kári Halldórsson er eftirsóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs í Grindavík?
Joey Gibbs í Grindavík?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson og Óskar Örn Hauksson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson og Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson er orðaður við Völsung.
Sigurbjörn Hreiðarsson er orðaður við Völsung.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir.
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Auður Scheving er samningslaus.
Landsliðsmarkvörðurinn Auður Scheving er samningslaus.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hvar spilar Anna Rakel á næstu leiktíð?
Hvar spilar Anna Rakel á næstu leiktíð?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er áhugi á Söndru Maríu Jessen en hún er sögð ánægð fyrir norðan.
Það er áhugi á Söndru Maríu Jessen en hún er sögð ánægð fyrir norðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekur Alfreð Elías við ÍBV?
Tekur Alfreð Elías við ÍBV?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að fyrsta slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið. Ein umferð er eftir af Bestu deild karla en öðrum deildum er lokið. Það er mikið af kjaftasögum í gangi, bæði hvað varðar þjálfara og leikmenn.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]

Besta deild karla

Breiðablik
Blikar eru að sækja Eyþór Aron Wöhler úr ÍA og áður fyrr hefur líka verið talað um áhuga félagsins á Gísla Laxdal, félaga Eyþórs úr ÍA. Blikar vildu fá Ívar Örn Árnason áður en hann samdi við KA á nýjan leik. Árni Vilhjálmsson gæti komið heim og samið við Breiðablik. Alex Freyr Elísson, Ágúst Eðvald Hlynsson, Kjartan Kári Halldórsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson og Patrik Johannesen hafa líka verið orðaðir við Íslandsmeistarana. Það er ljóst að allavega þrír leikmenn eru á förum; Adam Örn Arnarson, Omar Sowe og Mikkel Qvist. Dagur Dan Þórhallsson, Davíð Ingvarsson, Jason Daði Svanþórsson og Höskuldur Gunnlaugsson eru hugsanlega á leið í atvinnumennsku. Það eru félög í Noregi á eftir Davíð.

KA
Brynjar Ingi Bjarnason er sagður á heimleið og vill Hallgrímur Jónasson fá hann heim. Gæti hann komið á láni þar sem staða hans er ekki góð hjá Vålerenga í Noregi. Dusan Brkovic er með samning áfram og verður áfram, en önnur félög hafa sýnt honum áhuga. KA heyrði í Mikkel Qvist en hann er að fara aftur til Danmerkur. Það er ólíklegt að félagið sæki sér markvörð þar sem búið að endursemja við báða markverðina sem voru fyrir. Bryan Van Den Bogaert og Gaber Dobrovoljc verða ekki áfram hjá félaginu. Birgir Baldvinsson hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum og er óvíst hvort hann verði áfram leikmaður félagsins. KA er að leita að manni fram á við.

Víkingur
Aron Elís Þrándarson er orðaður við endurkomu í Fossvoginn. Bjarki Steinn Bjarkason gæti komið heim úr atvinnumennsku og farið í Víking. Færeyingurinn Patrik Johannesen er á óskalistanum sem og Matthías Vilhjálmsson hjá FH. Víkingar vildu líka fá Ívar Örn úr KA áður en hann endursamdi þar. Benóný Breki Andrésson er á leið heim og gæti hann farið í Víking frekar en Breiðablik. Adam Ægir Pálsson, sem var á láni hjá Keflavík, er orðaður við önnur félög.

KR
Brynjar Ingi Bjarnason gæti farið á láni í KR, hann er á óskalistanum í Vesturbænum. KR-ingar ræddu við Sindra Kristin Ólafsson, markvörð Keflvíkinga, en ákváðu að eltast ekki meira við hann. Pálmi Rafn Arinbjörnsson, markvörður unglingaliðs Wolves á Englandi, er á blaði í Vesturbænum. Luke Rae er orðaður við KR, líkt og Már Ægisson hjá Fram og Orri Sveinn Stefánsson hjá Fylki. Sögusagnir hafa verið um þjálfaramál KR og hafa þau verið í skoðun, en ekki er búist við öðru á þessum tímapunkti en að Rúnar Kristinsson verði áfram. Baldur Sigurðsson er orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá KR.

Valur
Rúnar Már Sigurjónsson gæti farið í Val þar sem hann er án félags. Kjartan Kári Halldórsson er á óskalistanum. Félagið var að skoða það að fá Tiago Fernandes áður en hann endursamdi við Fram. Patrik Johannesen er á óskalista Vals eins og hjá öðrum félögum og þá er Arnar Grétarsson að skoða miðvörð sem hann þjálfaði hjá KA: Brynjar Inga Bjarnason. Valur er að skoða danska markaðinn að liðsstyrk, en Rasmus Christiansen er aftur á móti sagður á leið til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni.

Stjarnan
Það stefnir í að Ágúst Gylfason verði áfram þjálfari Stjörnunnar en innan félagsins hefur verið rætt um þjálfaramál og Heimir Guðjónsson og Davíð Snorri Jónasson verið á blaði í Garðabænum. Luke Rae og Kjartan Kári Halldórsson, leikmenn Gróttu, eru á óskalistanum. Það er Matthías Vilhjálmsson hjá FH líka. Lúkas Logi Heimisson, leikmaður Fjölnis, er orðaður við Stjörnuna. Stjarnan er að skoða danska markaðinn fyrir liðsstyrk. Óskar Örn Hauksson gæti verið á förum eftir erfitt tímabil í Garðabænum og Þórarinn Ingi Valdimarsson líka. Ólafur Karl Finsen rifti samningi sínum og er sagan sú að hann hafi verið ósáttur við þjálfarateymið.

Keflavík
Það verða mögulega margar breytingar hjá Keflvíkingum fyrir næstu leiktíð. Erlendu leikmenn félagsins að skoða í kringum sig. Patrik Johannesen horfir upp á við og þá gætu Joey Gibbs og Nacho Heras líka verið á förum. Sindri Kristinn Ólafsson er sagður á förum og talið er ólíklegt að Adam Ægir Pálsson komi aftur eftir að hafa átt mjög fínt tímabil á láni. Rúnar Þór Sigurgeirsson er á leiðinni frá Keflavík. Annað hvort fer hann í Breiðablik eða til Öster í Svíþjóð.

Fram
Emil Berger er á óskalista Fram. Framarar vilja halda í Alex Frey Elísson en Breiðablik er á eftir honum. Það eru yfirgnæfandi líkur á því að Guðmundur Magnússon og Tiago Fernandes verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Fram vill líka halda danska sóknarmanninum Jannik Pohl en það er spurning með varnarmanninn Delphin Tshiembe. Albert Hafsteinsson, Már Ægisson og Magnús Þórðarson gætu verið á förum. Már er orðaður við KR og Stjörnuna. Þá gæti Magnús farið til ÍBV og spilað með bróður sínum. Breki Baldursson, fæddur árið 2006, er að vekja áhuga hjá félögum í Hollandi.

ÍBV
Ólafur Karl Finsen er orðaður við Vestmannaeyinga eftir að hafa rift samningi sínum við Stjörnuna. Magnús Þórðarson gæti komið. Þórarinn Ingi Valdimarsson er einnig orðaður við heimahagana. Atli Hrafn Andrason og Sito verða ekki áfram, en félagið ætlar sér að endursemja við Jón Ingason, Sigurður Arnar Magnússon og Telmo Castanheira.

FH
Sindri Kristinn Ólafsson er á blaði hjá FH-ingum og eru góður líkur á því að hann fari þangað. Sigurvin Ólafsson segist vera áfram en það er ekki víst að hann verði aðalþjálfari. Möguleiki er að Heimir Guðjónsson verði ráðinn inn með honum. Adam Ægir Pálsson gæti farið í FH eftir að hafa átt gott tímabil með Keflvíkingum. Emil Pálsson fer mögulega í starf hjá FH eftir að hafa lagt skóna á hilluna vegna hjartavandamáls. Logi Hrafn Róbertsson er enn í sigtinu hjá liðum á Norðurlöndunum; 50/50 á að hann fari frá FH í vetur.

ÍA
Arnór Smárason er á leið heim á Skaga. Albert Hafsteinsson, Hákon Ingi Einarsson, Indriði Áki Þorláksson gætu farið heim upp á Skaga. Eyþór Aron Wöhler fer væntanlega í Breiðablik og er áhugi á Gísla Laxdal í efstu deild. Allir erlendu leikmennirnir eru líklega á förum frá ÍA og þá gæti Haukur Andri Haraldsson, bróðir Hákons Arnars, farið í akademíu erlendis.

Leiknir
Ejub Purisevic er líklegastur til að taka við í Breiðholtinu. Emil Berger er á óskalista hjá félögum í Bestu deildinni. Óvíst er hvort Birgir Baldvinsson verði áfram í Leikni en hann er búinn að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum hjá KA. Hann hefur verið á láni hjá Leikni frá KA síðustu ár. Möguleiki er á að Binni Hlöðvers og Óttar Bjarni Guðmundsson leggi skóna á hilluna. Líklegt er að allir dönsku leikmennirnir hverfi á braut.

Fylkir
Kjartan Henry Finnbogason er orðaður við Fylki sem er í leit að sóknarmanni. Orri Sveinn Stefánsson hefur verið orðaður við KR og Stjörnuna, en hann er að endursemja við Fylki. Árbæingar eru að horfa á danska markaðinn í leit að liðsstyrk.

HK
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, er orðaður við HK rétt eins og Stefán Ingi Sigurðarson, sóknarmaður Breiðabliks. Leifur Andri Leifsson, fyrirliði liðsins, er að skoða sína stöðu - hann er að íhuga að leggja skóna á hilluna.

Lengjudeildin

Grótta
Það er enn óvíst hvort Chris Brazell komi aftur til landsins, en hann er í fríi núna og er að taka stöðuna. Hann náði fínum árangri sem þjálfari Gróttu í sumar. Kjartan Kári Halldórsson og Luke Rae eru á óskalista hjá félögum í Bestu deildinni og er ólíklegt að þeir verði áfram á Seltjarnarnesinu á næstu leiktíð. Kjartan Kári gæti farið til Haugesund í Noregi.

Fjölnir
Fjölnismenn eru byrjaðir að styrkja sig með því að fá Oliver Dag Thorlacius og Sigurvin Reynisson frá Gróttu. Þeir stefna upp á næstu leiktíð. Lúkas Logi Heimisson fer líklega upp í Bestu deildina og þá hefur Viktor Andri Hafþórsson yfirgefið félagið. Andri Freyr Jónasson er á förum úr Fjölni heim í Aftureldingu.

Kórdrengir
Það heyrist mjög lítið í kringum Kórdrengina akkúrat núna og hafa verið vangaveltur um það hvort félagið sendi lið til leiks á næsta ári. Davíð Smári Lamude skipti gríðarlega miklu máli fyrir félagið en núna er hann farinn. Hvað gerist þá?

Grindavík
Helgi Sig er tekinn við og stefnan er sett á að fara upp á næstu leiktíð. Joey Gibbs er orðaður við félagið en Grindvíkingar eru í leit að sóknarmanni. Adam Árni Róbertsson, leikmaður Keflavíkur, er líka á blaði. Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður liðsins, hefur verið að hjálpa til við leikmannamálin og tekið símtöl í nokkra leikmenn um að koma til félagsins.

Þór
Harley Willard er búinn að rifta samningi við félagið og ætlar sér annað. Tvö félög í Bestu deildinni og tvö félög í Lengjudeildinni hafa sýnt honum áhuga eftir gott tímabil hjá Þórsurum. Alexander Már Þorláksson kom um mitt síðasta tímabil og stóð sig vel. Hann verður áfram hjá félaginu. Ásgeir Marinó Baldvinsson er á förum frá félaginu.

Afturelding
Andri Freyr Jónasson er á heimleið. Bjartur Bjarmi Barkarson, fyrirliði Víkings Ólafsvíkur, er á leið í Mosfellsbæinn. Efnilegur leikmaður þar á ferðinni. Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, verður áfram en það er víst engan veginn rétt að hann sé að fara í Val. Mosfellingar vilja halda Marciano Aziz sem var stórkostlegur fyrir félagið seinni hluta sumarsins. Það er líka áhugi á honum í efstu deild en Afturelding vonast til þess að fá hann aftur.

Selfoss
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson, einn reynslumesti maður liðsins, verður ekki áfram en hann er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna. Hrvoje Tokic er farinn frá félaginu .Nokkrir leikmenn eru samningslausir og eru að skoða í kringum sig.

Vestri
Davíð Smári Lamude er tekinn við liðinu og er byrjaður að kanna stöðuna á leikmannamálum. Nicolaj Madsen og Nacho Gil verða áfram hjá félaginu. Adam Árni Róbertsson, leikmaður Keflavíkur, er orðaður við Vestra sem og Elvar Baldvinsson, leikmaður Þórs. Félagið ætlar að styrkja sig vel.

Njarðvík
Óskar Örn Hauksson gæti verið á leið heim í Njarðvík eftir erfiða dvöl hjá Stjörnunni. Marc McAusland gæti hætt í fótbolta og snúið sér alfarið að þjálfun.

Þróttur R.
Framlengt var við Úkraínumennina sem var sterkur leikur. Sam Hewson ætlar sér að taka að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót en hann var öflugur með liðinu í 2. deild í sumar. Annars hefur heyrst lítið af leikmannamálum.

2. deild

KV
Það heyrist mjög lítið í kringum KV sem leikur í 2 deild á næstu leiktíð. Grímur Ingi Jakobsson var líklega besti leikmaður liðsins í sumar og er líklegt að hann verði áfram í Lengjudeildinni á láni, eða fari þá bara í KR þar sem hann er samningsbundinn. Þorsteinn Örn Bernharðsson er samningslaus og er að horfa í kringum sig.

Þróttur V.
Brynjar Gestsson verður áfram með liðið en Vogamenn eru að leita að spilandi aðstoðarþjálfara. Þeir ræddu við Kjartan Henry Finnbogason en hann gaf þeim afsvar.

Völsungur
Eru að leita að nýjum þjálfara. Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, Bjarni Jóhannsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Sigurbjörn Hreiðarsson eru orðaðir við starfið. Perry McLachlan er líka búinn að sækja um starfið.

ÍR
Guðni Sigþórsson er á leið frá Magna í ÍR fyrir næsta tímabil.

KFA
Brynjar Skúlason er hættur sem þjálfari liðsins. Fimm aðilar eru búnir að segja nei við starfinu. Mikael Nikulásson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, er í viðræðum.

Besta deild kvenna

Valur
Það verða mögulega miklar breytingar hjá Val. Valur er búið að gera tilboð í Guðrúnu Elísabet Björgvinsdóttur, leikmann Aftureldingu. Sandra María Jessen er líka orðuð við félagið. Heyrst hefur að það sé áhugi erlendis á mörgum þeirra leikmanna, þar á meðal Örnu Sif Ásgrímsdóttur, Elísu Viðarsdóttur, Láru Kristínu Pedersen og Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur sem voru mjög góðar í sumar. Elísa er sögð á leið til Danmerkur. Þá er Cyera Hintzen á förum en hún ætlar að reyna að koma sér að í Ameríku.

Stjarnan
Guðrún Elísabet er orðuð við Stjörnuna. Katrín Ásbjörnsdóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir eru búnar að rifta, en Stjarnan vonast til að halda þeim áfram. Stjarnan er á leið í Meistaradeildina og ætlar að mæta með sterkara lið á næstu leiktíð. Félög erlendis hafa áhuga á bakverðinum Sædísí Rún Heiðarsdóttur. Sandra María Jessen er á óskalistanum. Alexa Kirton, erlendur leikmaður Stjörnunnar, er á leið í Fram.

Breiðablik
Það er ekki mikil ánægja með árangurinn á síðustu leiktíð og Blikar ætla að spýta í. Blikar eru búnar að skella samning á borðið fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur og Hildigunni Ýr Benediktsdóttur sem léku með Stjörnunni á síðustu leiktíð. Blikar reyndu líka að fá Jasmín Erlu Ingadóttur áður en hún endursamdi við Stjörnuna. Guðrún Elísabet er orðuð við Breiðablik og Andrea Rut Bjarnadóttir líka. Kristín Dís Árnadóttir gæti komið heim úr atvinnumennsku og þá er Sandra María Jessen á óskalistanum. Natasha Anasi, sem var lykilmaður í liði Blika í sumar, gæti verið á förum. Brann í Noregi er að reyna að kaupa hana.

Þróttur R.
Danielle Marcano er farin til Fenerbahce í Tyrklandi. Það er áhugi á Andreu Rut hjá Breiðabliki en það er samt sem áður búist við því að hún og aðrir íslenskir leikmenn félagsins verði áfram. Nik Chamberlain er að skoða erlenda markaðinn.

Selfoss
Landsliðsmarkvörðurinn Auður Scheving er samningslaus og er á óskalistanum hjá Selfyssingum. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir er orðuð við Selfoss.

ÍBV
Félagið vill ráða Alfreð Elías til að taka við þjálfarastarfinu Jonathan Glenn og þá hefur Gunnar Heiðar Þorvaldsson einnig verið orðaður við félagið. Olga Sevcova, besti leikmaður liðsins, verður áfram þar sem hún er búin að endursemja til 2025. Það er afar ólíklegt að Sigríður Lára Garðarsdóttir fari heim í ÍBV þar sem henni líður mjög vel í FH.

Þór/KA
Eru stórhuga fyrir næstu leiktíð og ætla að styrkja liðið með góðum erlendum leikmönnum. Vilja halda Söndru Maríu Jessen og hún er sögð ánægð hjá félaginu þrátt fyrir áhuga annarra félaga. Vilja fá Önnu Rakel Pétursdóttur heim en hún er samningslaus. Einnig hefur verið talað um að Lillý Rut Hlynsdóttir gæti komið heim á Akureyri.

Keflavík
Úlfur Blandon sagði nei við þjálfarastarfinu í Keflavík og það gerði Freyr Sverrisson líka. Mörg nöfn hafa verið nefnd í tengslum við starfið: Alfreð Elías Jóhannsson, Jonathan Glenn, Jón Stefán Jónsson, Marc McAusland, Perry McLaghlan og Christopher Harrington. Keflavík vill fá Snædísi Maríu Jörundsdóttur aftur úr Stjörnunni og Linli Tu, sem var frábær í Lengjudeildinni, er á óskalistanum.

FH
Ætla sér að halda Sigríði Láru áfram á næstu leiktíð, það er lykilatriði. Linli Tu, sem var einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar, gæti komið í FH.

Tindastóll
Það er óvíst með framtíð markvarðarins Amber Michel en aðrir útlendingar verða áfram hjá félaginu, þar á meðal sóknarmaðurinn Murielle Tiernan. Vilja fá Laufey Hörpu Halldórsdóttur heim úr Breiðabliki og Linli Tu frá Fjarðab/Hetti/Leikni. Konráð Freyr Sigurðsson verður líklega aðstoðarþjálfari liðsins á næstu leiktíð.

Lengjudeild kvenna

Afturelding
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir er á óskalista margra félaga í Bestu deildinni. Hún er líklegast á förum en það er spurning hvort hún verði lánuð í eitt tímabil og komi svo aftur í Mosfellsbæinn. Þjálfararnir verða áfram og það er stefnt á að fara beint aftur upp.

KR
Jón Stefán er á blaði hjá KR og það er fyrrum meðþjálfari hans, Perry McLachlan, líka. Júlíus Ármann Júlíusson er líka sagður á blaði varðandi þjáfarastarfið. Rebekka Sverrisdóttir er að leggja skóna á hilluna en annars heyrist ekki mikið af leikmannamálum KR.

Víkingur
Christabel Oduro, besti leikmaður Víkings, er farin til Tyrklands og mun leika þar með stórliðinu Besiktas.

HK
Magðalena Ólafsdóttir er ekki komin með nýtt samningstilboð frá HK og er undir smásjá félaga í Bestu deildinni.

Fylkir
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem ákvað að hætta í fótbolta eftir síðasta sumar, var orðuð við þjálfarastarfið hjá Fylki áður en Gunnar Magnús Jónsson var ráðinn. Það hafa önnur félög heyrt í henni um að taka sér þjálfunarstarf.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner