
Tómas Johannessen er á leið til AZ Alkmaar en þessu greindi Hrafnkell Freyr Ágústsson frá á X.
Eins og fram kom á Fótbolta.net í gær fór Tómas á reynslu hjá hollenska félaginu undanfarna daga.
Tómas hefur farið á reynslu hjá stórum félögum í Evrópu eins og til að mynda Genk í Belgíu, Feyenoord í Hollandi, Malmö í Svíþjóð og nú AZ í Hollandi. Borussia Dortmund í Þýskalandi er einnig sagt fylgjast með honum.
Tómas er aðeins 16 ára gamall en hann lék 18 leiki og skoraði fimm mörk fyrir Gróttu í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Hinn 16 ára Tómas Jóhannessen sem sló í gegn í lengjudeildinni í sumar er á leiðinni til AZ Alkmaar, fetar í fótspor Arons, Kolbeins, Jóa Berg og Alberts Guðmundssonar svo dæmi séu tekin. pic.twitter.com/J9YhTyErWC
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) December 1, 2023
Athugasemdir