Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 02. desember 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Tómas verði leikmaður AZ
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Tómas Johannessen er á leið til AZ Alkmaar en þessu greindi Hrafnkell Freyr Ágústsson frá á X.


Eins og fram kom á Fótbolta.net í gær fór Tómas á reynslu hjá hollenska félaginu undanfarna daga.

Tómas hefur farið á reynslu hjá stórum félögum í Evrópu eins og til að mynda Genk í Belgíu, Feyenoord í Hollandi, Malmö í Svíþjóð og nú AZ í Hollandi. Borussia Dortmund í Þýskalandi er einnig sagt fylgjast með honum.

Tómas er aðeins 16 ára gamall en hann lék 18 leiki og skoraði fimm mörk fyrir Gróttu í Lengjudeildinni síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner