Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 03. janúar 2020 14:55
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Parrott þarf tíma
Hinn sautján ára Troy Parrott gæti spilað bikarleik Tottenham gegn Middlesbrough á sunnudaginn.

Taalð er um að leikmaðurinn ungi gæti fengið meiri spiltíma á næstunni í kjölfarið á meiðslum Harry Kane.

Mourinho segir þó að Parrott sé ekki tilbúinn að fylla skarð Kane.

„Ég tel að þetta sé of snemmt fyrir hann. Það er eitt að vera efnilegur og annað að vera tilbúinn. Ég held að hann þurfi meiri tíma," segir Mourinho.

„Það er eitt að fá mínútur og taka þátt en annað að koma í staðinn fyrir einhvern. Næsta skref fyrir leikmanninn er að gera nýjan langtímasamning við félagið og svo þarf að skoða hvað sé best fyrir framþróun hans."
Athugasemdir