Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 03. janúar 2021 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oviedo ekki í feluleik: Diego Jóhannesson má fara
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Diego Jóhannesson er á varamannabekknum hjá Real Oviedo sem er þessa stundina að tapa fyrir Mallorca í spænsku B-deildinni.

Diego, sem er 27 ára gamall, er ekki mikið inn í myndinni hjá Oviedo er aðeins búinn að spila 67 mínútur í spænsku B-deildinni á þessari leiktíð.

Samningur hans rennur út næsta sumar. Francesc Arnau, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Oviedo, hefur talað opinskátt um að félagið sé tilbúið að leyfa honum að fara. Nokkur félög hafa sýnt honum áhuga en háar launakröfur hans eru að setja strik í reikninginn hvað það varðar.

Í grein Eldesmarque segir að það sé ekki hægt að útiloka að Diego og Oviedo komist að samkomulagi um riftun á samningi.

Diego á íslenskan föður og á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Íslandi, en hann spilaði síðasta landsleik sinn 2017. Í síðasta janúarglugga fór hann á láni til Cartagena í spænsku C-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner