Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   fös 03. febrúar 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Darmian skrifar undir nýjan samning (Staðfest)
Mynd: EPA

Matteo Darmian hefur skrifað undir nýjan eins og hálfs árs samning við Inter Milan en hann rennur því út sumarið 2024. Það er möguleiki á framlengingu um ár í viðbót.


Darmian er 33 ára gamall bakvörður en hann lék með Manchester United frá 2015-2019 en hann náði ekki að festa sig í sessi á Englandi.

Hann hélt því heim til Ítalíu þar sem hann gekk til liðs við Parma og þaðan fór hann til Inter árið 2020, fyrst á láni og síðan var hann keyptur.

Darmian hefur unnið Serie A einu sinni og ítalska bikarinn einu sinni með Inter.


Athugasemdir
banner
banner