Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. febrúar 2023 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Hvers konar skilaboð myndi það senda?
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Allar ákærur í máli Greenwood voru felldar niður.
Allar ákærur í máli Greenwood voru felldar niður.
Mynd: Getty Images
Snýr Greenwood til baka?
Snýr Greenwood til baka?
Mynd: EPA
Fjölmiðlamaðurinn Chris Wheeler skrifar í dag pistil í Daily Mail sem snýr að Mason Greenwood og máli hans.

Greenwood var fyrir rúmu ári síðan ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, fyrir ofbeldisfulla hegðun og fyrir að hafa ráðist á fyrrum kærustu sína, Harriet Robson.

Réttarhöld í máli hans áttu að fara fram í nóvember en lögreglan hefur núna ákveðið að fella niður ákærurnar eftir langa rannsókn. Í yfirlýsingu lögreglunnar kom fram að nýjar vendingar hefðu komið fram í málinu sem gerðu það að verkum að ómögulegt væri að ná fram sakfellingu.

Greenwood var gríðarlega spennandi fótboltamaður, en Wheeler segir að staðan sem núna er komin upp sé martröð fyrir Manchester United, félag hans. Greenwood, sem er 21 árs gamall, er enn samningsbundinn félaginu til 2025.

Daily Mail er með heimildarmenn innan herbúða Man Utd sem hafa sagt að þetta sé versta mögulega niðurstaðan. Þó ákærurnar hafi verið felldar niður þá eru til sönnunargögn í málinu - upptökur og myndir - sem eyðileggja orðspor Greenwood. Þau sönnunargögn voru þó af einhverri ástæðu ekki nóg fyrir lögregluna til þess að fara með málið lengra.

United ætlar að framkvæma sína eigin rannsókn og taka svo ákvörðun um framtíð Greenwood. Mun hann spila aftur fyrir félagið?

„United á ótalmarga stuðningsmenn um allan heim, er með mikið af styrktaraðilum og gleymum því ekki að þar er einnig rekið kvennalið. Hvers konar skilaboð myndi það senda að leyfa Mason Greenwood að hlaupa aftur út á Old Trafford í rauðri treyju?"

„Glazer-fjölskyldan er opið fyrir því að selja félagið og þetta er ekki góður tími til þess að skemma vörumerkið á einhvern hátt. Og svo eru það liðsfélagar Greenwood. Þeir hættu nokkrir að fylgja honum á samfélagsmiðlum eftir að málið kom upp og aðrir áttu í vandræðum með að vingast við hann þegar hann kom upp í aðalliðið sem unglingur."

„Flestir leikmannana eru feður, margir þeirra eiga dætur. Eiga þeir að bjóða hann velkominn til baka eftir það sem þeir heyrðu á hljóðupptökunni?"

Man Utd hefur keypt sér tíma með því að opna sína eigin rannsókn á málinu en þessu er lýst sem martröð fyrir félagið. United getur rift samningi hans en þarf þá að gefa góð rök fyrir máli sínu. Greenwood gæti þá kært þá niðurstöðu og úr orðið stórt lögfræðimál sem myndi skapa flækju fyrir félagið og mögulega truflun fyrir leikmenn og þjálfara.

Það yrði líklega erfitt fyrir leikmanninn sjálfan að snúa aftur á völlinn á Englandi. Í fjarveru hans hefur verið sungið um hann í stúkunni og ekki hafa þau lög verið falleg. Það mun stigmagnast ef hann snýr aftur. Það er engin auðveld leið fram á við fyrir Greenwood sjálfan í fótboltanum.

Þetta gæti haft þær afleiðingar að það muni skaða orðspor Man Utd mjög, en orðspor Greenwood hefur nú þegar beðið hnekki. Hann getur aðeins sjálfum sér kennt um það. United verður að hugsa til þess hvernig skilaboð það væru að setja hann aftur inn á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner