Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. febrúar 2023 08:50
Elvar Geir Magnússon
Juve vill losna við Pogba - Martinelli framlengir við Arsenal
Powerade
Pogba hefur ekki spilað mótsleik síðan í apríl í fyrra.
Pogba hefur ekki spilað mótsleik síðan í apríl í fyrra.
Mynd: EPA
Martinelli áfram hjá Arsenal.
Martinelli áfram hjá Arsenal.
Mynd: EPA
Jack Harrison.
Jack Harrison.
Mynd: EPA
Martinelli, Bellingham, Fernandez, Amrabat, Deulofeu, Pogba og fleiri í slúðurpakkanum á fyrsta föstudegi febrúarmánaðar. BBC tók saman það helsta úr blöðunum.

Juventus er að skoða möguleika á því að selja Paul Pogba (29) eða jafnvel rifta samningi hans. Franski miðjumaðurinn hefur ekki spilað fyrir félagið á þessu tímabili vegna meiðsla. (Mail)

Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud (36) mun væntanlega framlengja samning sinn við AC Milan til 2024. (Sport.Sky)

Brasilíski framherjinn Gabriel Martinelli (21) hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal til sumarsins 2027. (Athletic)

Newcastle United hefur blandað sér í sumarbaráttuna um enska miðjumanninn Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund. (Football Transfers)

Fiorentina er pirrað út í Todd Boehly eiganda Chelsea sem ákvað sjálfur að reyna að fá Sofyan Amrabat (26) lánaðan á Gluggadeginum. (New York Times)

Argentínska félagið River Plate mun fá næstum 28 milljónir punda eftir kaup Chelsea á Enzo Fernandez (22) frá Benfice til Chelsea. (Fabrizio Romano)

Uppaldir Chelsea leikmenn óttast að félagið neyðist til að selja þá til að óttast vandræði vegna fjárhagsreglna UEFA, ef félagið kemst ekki í Meistaradeildina. (Telegraph)

Spænski framherjinn Gerard Deulofeu (28) var nánast kominn til Tottenham frá Udinese þegar hann meiddist í janúar og verður ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla. (Fabrizio Romano)

Umboðsmaður Moises Caicedo (21) hefur gagnrýnt Brighton fyrir að hafna skiptum ekvadorska miðjumannsins til Arsenal. Hann segir að þetta tækifæri bjóðist Caicedo mögulega ekki aftur í lífinu. (Marca90)

Enski vængmaðurinn Jack Harrison (26) mun væntanlega skrifa undir endurbættan samning við Leeds United á komandi vikum. (Sky Sports)

Spænski miðjumaðurinn Isco (30) er enn að leita eftir nýju félagi og honum hefur verið boðið til fjölda enskra úrvalsdeildarfélaga á skammtímasamnngi. (90min)

Everton hefur skoðað það að fá Isco en er með efasemdir um að þessi fyrrum leikmaður Real Madrid sé með líkamsburðina til að spila í ensku deildinni. (Independent)

Nígeríski milljarðamæringurinn Dozy Mmobuosi er nálægt 90 milljóna punda yfirtöku á Championship-félaginu Sheffield United. (Times)

Enski bakvörðurinn Max Aarons (23) hafnaði tilboðum frá tveimur ónefndum úrvalsdeildarfélögum á Gluggadeginum. Hann ætlar að hjálpa Norwich að komast aftur í deild þeirra bestu. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner