Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. febrúar 2023 12:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag spurður út í Greenwood
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var á fréttamannafundi í dag spurður út í Mason Greenwood. Greenwood var fyrir rúmu ári síðan ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, fyrir ofbeldisfulla hegðun og fyrir að hafa ráðist á fyrrum kærustu sína, Harriet Robson. Í gær ákvað lögreglan að fella niður ákærurnar eftir langa rannsókn.

Simon Stone, fréttamaður BBC spurði Ten Hag þriggja spurninga varðandi Greenwood.

Hefuru eitthvað um Mason Greenwood að segja?

„Nei, ekkert. Ég get engu bætt við, ég bendi á yfirlýsingu félagsins."

Ert þú innvinklaður inn í ferlið?

„Eins og ég sagði, þá get ég ekki tjáð mig um ferlið á þessum tímapunkti."

Hefur þú rætt við eða hitt leikmanninn?

„Ég get ekkert sagt um það, ég bendi á yfirlýsingu félagsins og á þessum tímapunkti get ég engu bætt við."

Sjá einnig:
Ákærurnar gegn Greenwood felldar niður
Hvers konar skilaboð myndi það senda?
Veltir fyrir sér hvað Man Utd eigi að gera - Ekki afturkvæmt í landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner