Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   fös 03. febrúar 2023 00:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Veltir fyrir sér hvað Man Utd eigi að gera - Ekki afturkvæmt í landsliðið
Phil Foden og Mason Greenwood í landsliðsverkefni á Íslandi
Phil Foden og Mason Greenwood í landsliðsverkefni á Íslandi
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Eins og flestir vita er Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, laus allra mála eftir að mál hans var látið niður falla en hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, fyrir ofbeldisfulla hegðun og fyrir að hafa ráðist á kærustu sína, Harriet Robson.


Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu og segist vera að skoða hvaða skref félagið ætlar að taka í þessu máli. Henry Winter blaðamaður hjá The Times skrifaði grein um málið.

„Hann þarf að útskýra ýmislegt fyrir félaginu og stuðningsmönnum. Þetta átakanlega hljóðbrot þar sem maður, sem ákæruvaldið gefur til kynna að sé Greenwood, virðist neyða konu til að stunda kynlíf með sér getur ekki verið auðveldlega eytt úr minni almennings. Hvernig getur svona hegðun hjá atvinnumanni ætlast til að hann sé fyrirmynd?" Segir Winters.

Hann hrósar United fyrir sín vinnubrögð en félagið kom með yfirlýsingu um leið og málið kom upp á sínum tíma um að hann hafi verið sendur í leyfi frá félaginu og síðan kom önnur yfirlýsing eftir að málið var látið niður falla þar sem United sagðist ætla rannsaka málið frekar.

Þrátt fyrir að málið hafi verið látið niður falla er þá rétt að hann fái að spila aftur spyr Winters.

„United er í söluferli, er Greenwood verðmætur eða eitraður fyrir félagið? Þetta er erfið staða fyrir United ef þeir skoða þetta frá fjárhagslegum hliðum. Halda þeir honum eingöngu vegna þess að það er dýrt að slíta tveggja ára samningnum, leyfa honum að fara frítt, lækka launin eða mögulega styrkja keppinaut?"

„Vilja þeir að stuðningsmennirnir skiptist í fylkingar? Vinsæl síða hefur lokað fyrir athugasemdir eftir tilkynningu ákæruvaldsins. Ætlar félagið að eiga það á hættu að reita kvennaliðið til reiði? Vilja þeir að fjölskyldur mæti á leiki og velti fyrir sér hvort Greenwood eigi að vera í liðinu?"

Winters endar á að segja að Greenwood eigi alls ekki afturkvæmt í enska landsliðið.

„Ef það er einhversstaðar sem þarf ekki að staldra við þá er það að rífast um hvort Greenwood eigi að spila fyrir England eða ekki. Það er ekki að fara gerast. Það er heiður að spila fyrir England. Hvaða skilaboð myndi það senda ef einhver sem hefur verið viðloðandi svona hluti, sem á enn eftir að útskýra hljóðbrotið, fari í ensku treyjuna? Stuðningsmenn myndu gera uppreisn og segja að hann standi ekki fyrir þá," skrifar Winters.


Athugasemdir
banner
banner
banner