Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. mars 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Sara Björk: Margar ungar stelpur á Íslandi sem klæðast treyju Lyon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir leik Lyon og Bröndby í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Lyon vann Meistaradeildina í fyrra og Sara ræddi um þann sess sem liðið hefur skipað sér unadnfarin ár.

„Þegar ég var hjá Wolfsburg þá var alltaf virðing þegar þú spilaðir gegn Lyon út af sögu félagsins, ótrúlegum leikmönnum og sigurhugarfari. Hér æfa allir leikmenn til að verða betri á hverjum degi," sagði Sara.

„Það eru ákveðnir persónuleikar sem standa meira upp úr en aðrir en það er alltaf vilji til að vinna. Það eru margar ungar stelpur á Íslandi sem klæðast treyju Lyon. Ég náði að komast hingað því að ég lagði hart að mér."

Sara tjáði sig einnig um andstæðinga morgundagsins.

„Bröndby er með góða leikmenn sem eru landsliðsmenn. Þetta verður ekki auðvelt. Allir vilja ná góðum úrslitum gegn Lyon. Við verðum að vera ofan á í leiknum á morgun."
Athugasemdir
banner
banner
banner