Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 03. mars 2021 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sheffield United ekki versta lið sögunnar
Chris Wilder, stjóri Sheffield United.
Chris Wilder, stjóri Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Sheffield United er ekki versta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta var staðfest eftir sigur liðsins á Aston Villa í deildinni á þessu miðvikudagskvöldi.

David McGoldrick skoraði eina mark Sheffield United í leiknum en liðið var einum færri frá 57. mínútu eftir að Phill Jagielka fékk að líta rauða spjaldið.

Sheffield United er núna búið að ná í 14 stig á þessari leiktíð og þar með ljóst að liðið er ekki það slakasta sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni ef miðað er við stigafjölda. Það verður áfram lið Derby County frá 2007/08 tímabilinu sem náði aðeins í 11 stig.

Sheffield United var spútniklið ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og hafnaði þá í níunda sæti. Lærisveinar Chris Wilder hafa ekki náð að fylgja þeim árangri eftir á þessu tímabili og er sem stendur á botni deildarinnar eftir 27 leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner