Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   fös 03. mars 2023 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Stjarnan með fullt hús stiga
watermark Jasmín Erla Ingadóttir skoraði fyrra mark Stjörnunnar
Jasmín Erla Ingadóttir skoraði fyrra mark Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 0 Keflavík
1-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('40 )
2-0 Snædís María Jörundsdóttir ('70 )

Stjarnan er með fullt hús stiga í riðli 2 í A-deild Lengjubikars kvenna eftir að liðið vann góðan 2-0 sigur á Keflavík á Samsung-vellinum í kvöld.

Jasmín Erla Ingadóttir kom Stjörnunni á bragðið á 40. mínútu leiksins áður en Snædís María Jörundsdóttir kláraði dæmið fyrir heimakonur þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Stjarnan er með 9 stig eftir fyrstu þrjá leikina en Keflavík með 3 stig eftir jafn marga leiki.

Víkingur R. 2 - 2 Grótta
0-1 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('47 )
1-1 Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('53 )
1-2 María Lovísa Jónasdóttir ('72 )
2-2 Nadía Atladóttir ('90 )

Víkingur R. gerði þá 2-2 jafntefli við Gróttu í B-deildinni á Víkingsvelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Arnfríður Auður Arnarsdóttir gestunum yfir en Hafdís Bára Höskuldsdóttir jafnaði aðeins sex mínútum síðar.

Grótta komst aftur fyrir þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir en það var Nadía Atladóttir sem sá til þess að Víkingsliðið færi ekki tómhent heim með marki undir lok leiks.

Víkingur er með 4 stig í efsta sæti B-deildar eftir tvo leiki en Grótta aðeins 1 stig eftir jafn marga leiki.
Athugasemdir
banner
banner