Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. apríl 2020 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elíasbet og Sif hjálpuðu eldra fólki að hreyfa sig
Sif Atladóttir í landsleik.
Sif Atladóttir í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, og leikmenn hennar, þar á meðal Sif Atladóttir, hafa reynt að hjálpa eldra fólki að hreyfa sig á meðan kórónuveirufaraldurinn stendur yfir.

Síðasta sunnudag fóru 11 leikmenn Kristianstad og Elíasbet fyrir utan elliheimili í Kristianstad og héldu leikfimitíma fyrir fólkið á heimilinu. Fólkið gat verið út á svölum og hermt eftir æfingunum sem Elíasbet og leikmennirnir gerðu.

Áður en kórónuveiran hafði kvennalið Kristianstad planað alls konar félagsleg verkefni með börnum og eldra fólki, en því þurfti að fresta út af kórónuveirunni. Svo kom þessi hugmynd upp.

Kristianstad ætlar að reyna að endurtaka þetta athæfi fyrir utan fleiri elliheimili að því er kemur fram hjá Aftonbladet.

Alice Nilsson, fyrirliði Kristianstad, segir: „Á þessum tímum er auðvelt fyrir eldra fólk að líða einmana og innilokað."

Sif skrifar á Twitter: „Saman erum við sterkari."

Úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð átti að byrja í apríl, en nú er gert ráð fyrir að hefja hana vonandi í lok maí.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner