Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 03. apríl 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Norwich að ganga frá kaupum á kantmanni frá Lúxemborg
Sinani í baráttu við Hakan Calhanoglu.
Sinani í baráttu við Hakan Calhanoglu.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Norwich City sé búið að gera þriggja ára samning við Danel Sinani, 22 ára kantmann frá Lúxemborg.

Sinani hefur verið lykilmaður í liði F91 Dudelange í heimalandinu og hefur skorað 3 mörk í 21 A-landsleik.

Í nóvember 2018 varð Sinani fyrsti leikmaður félags frá Lúxemborg til að skora mark í riðlakeppni í Evrópu. Sinani þykir besti leikmaður sem Lúxemborg hefur alið af sér í langan tíma og skoraði níu mörk í ellefu leikjum í Evrópudeildinni fyrir áramót.

Sinani er sterkur og snöggur vinstri kantmaður en getur einnig leikið á miðjunni eða hægri kanti. Hann er fæddur í Belgrad, höfuðborg Serbíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner