Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. apríl 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandarískur varnarmaður í Stjörnuna (Staðfest)
Hannah Sharts.
Hannah Sharts.
Mynd: Stjarnan
Stjarnan hefur samið við bandaríska varnarmanninn Hannah Sharts og mun hún spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar. Sharts er 24 ára gömul, hávxin og kröftug.

Sharts spilaði með Boulder-háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum en hún lék síðast í Finnlandi með KuPS.

Hún varð tvöfaldur meistari með KuPS ásamt því að spila í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Hannah er öflugt vopn í föstum leikatriðum og skoraði sex mörk og átti þrjár stoðsendingar með KuPS á seinustu leiktíð. Hannah kemur með sigurhugarfar til Stjörnunnar og hefur þegar haft góð áhrif á leikmannahóp Stjörnunnar eftir komu hennar í Garðabæinn," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Stjarnan hafnaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili en deildin hefst 21. apríl næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner