Norrköping gaf út yfirlýsingu á mánudag þess efnis að umboðsmaður leikmanns hefði staðið í hótunum gagnvart félaginu og íþróttastjóranum Magna Fannberg. Umræddur umboðsmaður hefur ekki aðeins tjáð sig á niðrandi hátt með persónulegum árásum heldur einnig með beinum og óbeinum hótunum gagnvart Magna og félaginu almennt.
„Umboðsmaðurinn hefur tjáð sig á þann hátt að ef hann fær ekki það sem hann vill muni hann vinna að því að Norrköping fái ekki eina einustu krónu í félagaskiptagjöld fyrir leikmanninn sem hann sér um og að hann ætli sér að sverta íþróttastjórann í samskiptum við stjórn og samstarfsaðila," segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni kemur fram að sænska sambandið muni taka þetta mál áfram.
Á stjórnarfundi í gær var ákveðið að Norrköping myndi slíta allri samvinnu með umræddum umboðsmanni og umboðsskrifstofuna sem hann starfar fyrir. Umboðsmaðurinn, umboðsskrifstofan og leikmaðurinn í leikmannahópi Norrköping eru ekki nefndir á nafn.
„Umboðsmaðurinn hefur tjáð sig á þann hátt að ef hann fær ekki það sem hann vill muni hann vinna að því að Norrköping fái ekki eina einustu krónu í félagaskiptagjöld fyrir leikmanninn sem hann sér um og að hann ætli sér að sverta íþróttastjórann í samskiptum við stjórn og samstarfsaðila," segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni kemur fram að sænska sambandið muni taka þetta mál áfram.
Á stjórnarfundi í gær var ákveðið að Norrköping myndi slíta allri samvinnu með umræddum umboðsmanni og umboðsskrifstofuna sem hann starfar fyrir. Umboðsmaðurinn, umboðsskrifstofan og leikmaðurinn í leikmannahópi Norrköping eru ekki nefndir á nafn.
Norrköping gaf út yfirlýsingu þess efnis að félagið muni aldrei samþykkja eða láta undan árásum utanaðkomandi aðila og tilraunum þeirra til að stjórna því hvernig félagið starfar. Formaður og framkvæmdastjóri félagsins, Martin Gyllix og Andre Skagervik, standa með Magna og hrósa honum fyrir hans störf.
„Við höfum átt samtal innanhúss um að vera enn gegnsærri út á við varðandi þóknun umboðsmanna fyrri hver einustu félagaskipti og það á áfram við eftir þessa tegund aðgerða frá umboðsmanna. Allir samningar verða gerðir eftir skilmálum félagsins," segir framkvæmdastjórinn.
„Þetta er alvarlegt og algjörlega óásættanlegt," segir Gyllix við SVT í Svíþjóð.
HIn félögin í sænsku úrvalsdeildinni hafa gefið það út að þau standa með Norrköping í þessu máli.
Norrköping er mikið Íslendingafélag. Arnór Ingvi Traustason er í stóru hlutverki í liðinu, Ísak Andri Sigurgeirsson hefur staðið sig mjög vel hjá félaginu, Ari Freyr Skúlason og Pálmar Hreinsson eru í þjálfarateyminu og Jónatan Guðni Arnarsson er í U19 liðinu.
Hver er Magni Fannberg Magnússon?
Magni er 45 ára og þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Fjarðabyggðar. Hann var einnig aðstoðarþjálfari meistaraflokks Grindavíkur auk þess sem hann þjálfaði yngri flokka á Ísafirði og hjá HK og Val. Hann fór svo til Norðurlandanna og starfaði hjá Brommapojkarna, Brann, AIK og var síðast yfirmaður íþróttamála hjá Start í tvö ár. Á ferli sínum hefur Magni einnig verið hluti af njósnateymi íslenska karlalandsliðsins.
Athugasemdir