Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   lau 03. maí 2014 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Finnur Orri: Forsendur fyrir því að gera betur en í fyrra
Finnur Orri verður fyrirliði Blika í sumar
Finnur Orri verður fyrirliði Blika í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, er bjartsýnn fyrir sumarið og segist vera spenntur fyrir því að fá Guðmund Benediktsson sem aðalþjálfara eftir sex umferðir þegar Ólafur Kristjánsson fer til Danmerkur til að taka við FC Nordsjælland.

Blikar mæta FH í fyrstu umferð á mánudag og KR í annari á fimmtudag og segir Finnur gott að fá erfiða byrjun til að koma mönnum vel í gang í byrjun sumars.

,,Það er komin mikil spenna og alltaf gaman að byrja þetta," sagði Finnur Orri fyrir fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.

,,Ég held það séu forsendur fyrir því að gera betur en í fyrra. Við erum með hörkuhóp og búnir að bæta við okkur reynslumiklum mannskap."

,,Eftir viðtalið við Elvar Geir þarna í vetur fór eitthvað að gerast,"
sagði Finnur léttur í bragði þegar hann var spurður hvers vegna hann væri byrjaður að skora mörk.

,,Ég er farinn að spila aðeins framar og það eru einhverjar áherslubreytingar."

,,Mér líst mjög vel á fyrsta leikinn gegn FH og ég held að það verði gott að mæta bæði FH og KR í fyrstu umferðunum. Það er auðvelt að gíra sig upp í þá leik og það er gott að fá þannig leiki þegar maður kemur inn í sumarið."

,,Ég er mjög spenntur að fá Gumma (Benediktsson) sem aðalþjálfara. Hann þekkir hlutina og þekkir okkur sem hóp, hann veit við hverju hann er að taka og við vitum hvað við erum að fá."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner