Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 03. maí 2019 20:55
Mist Rúnarsdóttir
Best í 1. umferð: Á alveg að geta skorað skallamörk
Kvenaboltinn
Hlín Eiríksdóttir er besti leikmaður 1. umferðar Pepsi Max deildarinnar
Hlín Eiríksdóttir er besti leikmaður 1. umferðar Pepsi Max deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært hjá okkur," sagði Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Vals, eftir gríðarlega sterkan 5-2 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar. Hlín átti frábæran leik á hægri vængnum hjá Val og er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  2 Þór/KA

Hlín og liðsfélagar hennar voru orðnar spenntar að hefja loks leik á Íslandsmótinu eftir langt undirbúningstímabil.

„Við erum búnar að vera að bíða eftir þessu og það var frábært að fá góðan leik, gott veður og spila á móti mjög góðu liði. Að byrja á sigri er það sem skiptir máli."

Valskonur byrjuðu leikinn vel og voru betra liðið fyrstu 20 mínútur leiksins. Þór/KA náði svo yfirhöndinni og voru öflugri næstu 25 mínútur. Í síðari hálfleik voru yfirburðir Vals miklir og við veltum fyrir okkur hvað Pétur þjálfari hafi sagt við liðið í hálfleik.

„Hann sagði okkur að halda áfram og sýna okkar rétta andlit. Hann vildi aðallega að við löguðum hápressuna hjá okkur," sagði Hlín meðal annars en hún átti eftir að láta til sín taka í sóknarleik Vals. Hún hafði skorað fyrsta mark Vals í leiknum og bætti svo við tveimur í síðari hálfleik. Hlín varð því fyrst til að skora þrennu í Pepsi Max deildinni í sumar.

„Ég gat svosem ekki annað en skorað úr þessum færum sem að ég fékk. Þetta voru geggjaðar sendingar," sagði markaskorarinn hógvær. Athygli vakti að tvö markanna skoraði hún með skalla.

„Ég hef verið svolítið að skalla hann með yngri landliðunum en hef ekki náð því í Val áður. Ég er mjög ánægð með það, er náttúrulega hávaxin og á alveg að geta skorað skallamörk."

Valskonur þykja ásamt Blikum líklegastar til að vinna titilinn í ár og Hlín segir markmið Valskvenna skýr.

„Við verðum bara að standa undir því að vera taldar svona frábærlega góðar og við ætlum að gera það. Við erum með mjög skýr markmið."

Nánar er rætt við leikmann umferðarinnar í spilaranum hér að ofan en þar kemur meðal annars í ljós að hún hefur ekki sama smekk fyrir pizzu og forsetinn.
Athugasemdir
banner