Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. maí 2021 11:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar skildi Helga eftir á bekknum og bað hann afsökunar á því
Rosa erfitt að skilja hann eftir út úr liðinu
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti ákveðna athygli í gær þegar Nikolaj Hansen leiddi framlínu Víkings gegn Keflavík í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Á bekknum var Helgi Guðjónsson sem menn höfðu spáð byrjunarliðssæti í sumar. „Ég skil ekki neitt," sagði Tómas Þór Þórðarson, stuðningsmaður Víkings, í Innkastinu í gær. Hlusta má á innkastið neðst í fréttinni.

Helgi kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Víkingur vann leikinn 1-0 með marki frá Sölva Geir Ottesen í fyrri hálfleik.

„Það var rosa erfitt að skilja hann eftir út úr liðinu. Hann hefur verið einn besti leikmaðurinn okkar í vetur. Það voru aðallega taktískar pælingar, við ætluðum að halda boltanum vel og þreyta þá aðeins. Við ætluðum í kjölfarið að kynna Helga til leiks í seinni hálfleik svona þegar mesti krafturinn væri farinn úr Keflavík en þeir voru bara kraftmiklir," sagði Arnar við Fótbolta.net í dag.

„Þetta hefði alveg getað gengið fullkomlega upp ef Helgi, sem var mjög ferskur þegar hann kom inn á, hefði skorað í seinni. Þetta voru vonbrigði fyrir hann og ég bað hann afsökunar á þessu. Það var hrikalega erfitt að skilja hann eftir á bekknum, hann átti það svo sannarlega ekki skilið.“

Þú byrjar með Nikolaj Hansen frammi, fær hann nægilega mikið lof fyrir það sem hann gerir?

„Mér finnst vera byrjað að taka eftir honum og hann er einn allra besti framherjinn í því sem hann gerir. Hann er góður í uppspili, tekur við bolta og leysir pressu andstæðinganna með réttum staðsetningum. Hann er mjög klókur leikmaður."

„Fólk setur oft spurningamerki með hann og finnst hann ekki skora nægilega mikið, hann er samt þokkalega drjúgur í markaskorun. Hann er hrikalega mikilvægur fyrir okkar leik, ég held að stuðningsmenn kunni alltaf betur og betur að meta hann,"
sagði Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum
Innkastið - Nýr leikur en sömu úrslit þegar Rúnar mætir Óskari
Athugasemdir
banner
banner