Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 04. maí 2022 10:00
Fótbolti.net
10. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Afturelding
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarinn Magnús Már
Þjálfarinn Magnús Már
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bondarinn skipti yfir í Eldinguna í vetur.
Bondarinn skipti yfir í Eldinguna í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Aron Elí Sævarsson
Fyrirliðinn Aron Elí Sævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafn Guðmundsson
Hrafn Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Sex aðilar spáðu í spilin fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-12 eftir því hvar þeim var spáð. Efsta sætið hjá hverjum aðila fékk tólf stig og svo koll af kolli.

Spáin:
10. Afturelding, 21 stig
11. KV, 13 stig
12. Þróttur Vogum, 6 stig

Um liðið: Afturelding endaði í 10. sæti á síðasta tímabili eftir að hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum. Liðið var þó aldrei í neinni fallhættu þar sem Þróttur endaði með níu stigum minna í sætinu fyrir neðan. Heimavallarárangur Aftureldingar var nokkuð góður samanborin við árangurinn á útivelli. Sextán stig voru tekin í Mosfellsbænum en einungis sjö sótt annars staðar. Liðið kom upp úr 2. deild sumarið 2018 og hefur verið í næstefstu deild síðan.

Þjálfarinn: Magnús Már Einarsson (1989) er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem aðalþjálfari liðsins. Maggi var orðaður við starfið hjá öðrum félögum síðasta haust en varð áfram í pizzabænum. Undir stjórn Magga hefur liðið endað í 8. sæti og 10. sæti.

Álit séfræðings
Rafn Markús og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur Blandon gefur sitt álit á Aftureldingu.

„Það virðist vera sterkur og góður andblær í kringum lið Aftureldingar núna. Undirbúningstímabilið hefur gengið ljómandi vel sem ætti að gefa góð fyrirheit fyrir sumarið. Mosfellingar unnu B-Deild Fótbolta.net mótsins og spiluðu þrælflottan fótbolta sem er greinilega að virka fyrir hópinn."

„Aðstaðan hefur gert mikið fyrir þá og þeir ættu að koma sterkari til leiks núna en oft áður. Magnús Már er að fara í sitt þriðja tímabil sem þjálfari Aftureldingar og þekkir liðið og félagið út og inn og veit hvað þarf til til að gera gott mót í Lengjudeildinni."

„Það hafa verið þó nokkrar breytingar á hópnum í ár en þó ekki þannig að þær valdi áhyggjum. Liðið heilt yfir er ótrúlega jafnt og kannski erfitt að finna þann leikmann sem á að draga vagninn fyrir liðið í ár. Varnarleikurinn var framan af brothættur en liðið virðist vera búið að finna takinn með komu spænska markvarðarins sem hefur haldið hreinu í tveimur af síðustu þremur leikjum liðsins."

„Byrjun tímabilsins lítur vel út fyrir Aftureldingu en liðið byrjar tímabilið á þremur heimaleikjum sem er ansi mikið og mikilvægt fyrir liðið að sækja stig í þessum leikjum. "


Lykilmenn: Esteve Pena, Pedro Vasquez og Aron Elí Sævarsson.

Fylgist með: Hrafn Guðmundsson
Mjög áhugavert verður að fylgjast með Hrafni Guðmundssyni (2006), strákur sem hefur verið undir smásjá einhverra liða hér heima og Freiburg í Þýskalandi. Hann hefur verið að skora fyrir lið Aftureldingar á undirbúningstímabilinu og vonandi nær hann að taka það með sér inn í sumarið.

Komnir:
Andi Hoti frá Leikni R. (á láni)
Ásgeir Frank Ásgeirsson frá Kórdrengjum
Esteve Pena frá Spáni
Gunnar Bergmann Sigmarsson frá KFG
Guðfinnur Þór Leósson frá Víkingi Ólafsvík
Sigurður Gísli Bond Snorrason frá Þrótti Vogum
Jóhann Þór Lapas frá Elliða (var á láni)
Patrekur Orri Guðjónsson frá ÍR (var á láni)

Farnir:
Alberto Serran
Anton Logi Lúðvíksson í Breiðablik (var á láni)
Arnór Gauti Ragnarsson til Noregs (var á láni)
Birgir Baldvinsson til Leiknis R. (var á láni)
Hafliði Sigurðarson í Vængi Júpíters
Kristján Atli Marteinsson í Kórdrengi
Kristófer Óskar Óskarsson í Magna (var á láni)
Sindri Þór Sigþórsson í Árbæ (á láni)
Valgeir Árni Svansson til Noregs
Ýmir Halldórsson í Breiðablik (var á láni)

Fyrstu leikir Aftureldingar:
6. maí gegn Grindavík á heimavelli
14. maí gegn Vestra á heimavelli
20. maí gegn Selfossi á heimavelli

Spámenn: Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn, Rafn Markús, Sæbjörn Steinke, Tómas Þór og Úlfur Blandon.
Athugasemdir
banner
banner
banner