Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. júní 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yfir sig hrifinn af skotmarki Liverpool - „Það er Zidane í honum"
Mynd: Getty Images
Kai Havertz er sagður undir smásjá Liverpool en miðjumaðurinn, sem er á mála hjá Bayer Leverkusen, hefur heldur betur haldið áfram að heilla knattspyrnuaðdáendur með frammistöðu sinni eftir að Bundesliga fór af stað að nýju.

Marcel Daum, aðstoðarþjálfari Leverkusen, er mjög hrifinn af Havertz og líkti honum við frönsku goðsögnina Zinedine Zidane í þætti á talkSPORT.

Havertz er einungis tvítugur og hefur þegar skorað 43 mörk og lagt upp 30 mörk fyrir liðið. Bayern Munchen, Arsenal, Tottenham, Barcelona og Atletico Madrid eru einnig sögð hafa áhuga á miðjumanninum.

„Allir spyrja um Havertz. Ef þú horfir á hann spila þá segir það alla söguna. Hann hefur glæsileikann sem Zidane hafði. Glæsileiki sem kemur fram þegar hann hreyfir sig á vellinum, hann er alltaf rólegur og er með mikla sendingagetu. Hann er einnig snöggur sem margir taka ekki eftir, það er stór bónus."

„Hann er frábær leikmaður, skorar mörk, frábær í loftinu og nokkuð snöggur. Það er undir honum komið hvað hann fer langt. Ég get ekki sagt að hann verði besti þýski leikmaðurinn frá upphafi en hann hefur hæfileikana og það eru engin takmörk. Það er Zidane í honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner