Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Rut Kristjáns í Víking (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur samið við Rut Kristjánsdóttur að leika með liðinu í Lengjudeildinni 2020.

Rut er 26 ára miðjumaður og afar reynslumikil. Hún hefur spilað alls 222 meistaraflokksleiki með ÍBV, Fylki og Haukum og skorað í þeim 28 mörk.

Þá hefur Rut leikið 5 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 5 mörk. Rut varð bikarmeistari með ÍBV árið 2017.

„Rut er mikill fengur fyrir nýliða Víkings sem spila í 1.deild kvenna í sumar. Bjóðum Rut hjartanlega velkomna á Heimavöll Hamingjunnar og hlökkum til að fylgjast með liðinu í sumar," segir á Facebook síðu Víkings.

Víkingur hefur leik í Lengjudeildinni gegn ÍA föstudagskvöldið 19. júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner