Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 03. júní 2020 19:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Wolfsburg í undanúrslit - Sara Björk ekki með
Ewa Pajor.
Ewa Pajor.
Mynd: Getty Images
Gutersloh 0 -3 Wolfsburg
0-1 L. Dickenmann ('14)
0-2 A. Popp ('51)
ö-3 E. Pajor ('62)

Wolfsburg er komið í undanúrslit þýska bikarsins eftir sigur á Gutersloh sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. Wolfsburg er besta lið Þýskalands og því var ljóst að brekkan yrði brött fyrir heimakonur í leiknum. Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg í kvöld.

Lara Dickenmann, Alexandra Popp og Ewa Pajor skoruðu mörkin og sáu til þess að Wolfsburg er komið í undanúrslit keppninnar.

Ljónynjurnar mæta Arminia Bielefeld í undanúrslitaleik þann 10. júní og í hinni viðureigninni mæta Sandra María Jessen og stöllur hennar í Bayer Leverkusen liði SGS Essen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner