Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   lau 03. júní 2023 13:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Verður ekki eini úrslitaleikurinn sem Sveindís fer í"
Mynd: Getty Images

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er í byrjunarliði Wolfsburg sem mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 14 í dag.


Hún er þriðji íslendingurinn sem kemst í úrslit á eftir Eiði Smára Guðjohnsen og Söru Björk Gunnarsdóttur.

Það eru tugir Íslendinga mættir til Eindhoven að fylgjast með leiknum. Fjölskylda og vinir hennar Sveindísar hafa stutt vel við bakið á henni í gegnum tíðina.

„Maður hefur séð það í hvert skipti sem maður horfir á Sveindísi. Þetta er líka í landsleikjunum, mikil stemning í stúkunni. Ég er ekki viss um að það heyrist mikið í þeim í dag," sagði Adda Baldursdóttir á Rúv fyrir leikinn.

„Ég myndi ekki útiloka það," skaut Gunnar Birgisson inn í.

„Sveindís veit allavega af þeim. Það er gaman að fá að upplifa þetta með henni. Hún er ung, ég ætla að segja að þetta verði ekki hennar eini úrslitaleikur sem hún fer í Meistaradeildinni," sagði Adda. 


Athugasemdir
banner
banner
banner