Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segist elska hópinn sem hann er með í höndunum en þetta var svarið við spurningu blaðamanns varðandi Antoine Semenyo, vængmann Bournemouth. sem hefur verið orðaður við félagið.
Chelsea spurðist fyrir um Semenyo í gær en hætti við að vera með í baráttunni.
Ef marka má fréttir er Semenyo á leið til Manchester City og hafa Chelsea-menn líklega fengið þær upplýsingar frá föruneyti Semenyo og því ákveðið að bakka út.
Maresca segist ekki vera að pæla í öðrum leikmönnum núna.
„Ég er með alla einbeitingu á leiknum gegn Aston Villa og er ekkert að pæla í leikmönnum sem gætu komið eða farið,“ sagði Maresca.
„Ég er ástanginn af hópnum sem ég er með í höndunum,“ sagði hann ennfremur.
Athugasemdir



