Logi Tómasson er vanari því að eyða kvöldinu með fjölskyldunni yfir góðri jólasteik en þetta var aðeins öðruvísi aðfangadagskvöld
Logi Tómasson eyddi aðfangadegi í Tyrklandi en hann byrjaði hjá Samsunspor sem vann 2-1 sigur á Eyupspor í 1. umferð í riðlakeppni bikarsins í kvöld.
Landsliðsmaðurinn er ekki vanur því að spila á jólunum. Hann lék síðast með Strömsgodset í Noregi en deildin klárast vanalega í nóvember.
Hann samdi við Samsunspor í sumar, en þar er iðkuð múslimatrú. Flestir í Tyrklandi halda ekki upp á jólin og því engin ástæða til þess að færa leiki til.
Öðruvísi hátíð en Logi er vanur, en hann byrjaði hjá Samsunspor sem vann sinn fyrsta leik í riðlakeppni bikarsins.
Hann fór af velli þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum en Samsunspor er komið með þrjú stig í B-riðli. Riðlarnir eru þrír talsins og fara tvö lið úr hverjum riðli í 8-liða úrslit og síðan þau tvö lið með besta árangurinn í 3. sæti áfram.
???? ?lk yar?da kadraj?m?za yans?yanlar!
— Samsunspor ???????? (@Samsunspor) December 24, 2025
Samsunspor 2 - 0 ?kas Eyüpspor#SAMvEYP #ZiraatTürkiyeKupas? pic.twitter.com/XIKsLbcRke
Athugasemdir




