Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   mið 24. desember 2025 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo kom óvænt við sögu hjá Al Nassr - Lagði upp fyrir samlanda sinn
Cristiano Ronaldo lagði upp mark á aðfangadag
Cristiano Ronaldo lagði upp mark á aðfangadag
Mynd: EPA
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo var óvænt í byrjunarliði Al Nassr sem vann 5-1 stórsigur á Al Zawraa frá Írak í B-Meistaradeildinni í Asíu í kvöld.

Al Nassr var að spila síðasta leik sinn í riðlakeppninni en Ronaldo hafði ekki komið við sögu í keppninni fram að þessum leik.

Hann hafði ekki einu sinni verið í leikmannahópnum og var hann líklega þar að hugsa um álagsstýringu enda að detta inn á 41. aldursár.

Það kom því á óvart að hann hafi byrjað í lokaleik riðilsins í kvöld, en hann lagði upp fjórða mark liðsins. Kingsley Coman, Wesley, Abdulelah Al Amri og Joao Felix skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum þar sem Ronaldo lagði upp fyrir samlanda sinn áður en honum var skipt af velli í hálfleik.

Coman bætti við öðru marki sínu í seinni hálfleiknum. Al Nassr vann alla sex leiki sína í riðlinum og eru komnir örugglega áfram í 16-liða úrslit.


Athugasemdir
banner
banner
banner