Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fös 03. júlí 2020 21:47
Sverrir Örn Einarsson
Sævar Atli: Rosalega sterkt fyrir okkur
Lengjudeildin
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis R.
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis.R var að vonum kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir góðan útisigur Leiknis á Keflavík fyrr í kvöld. Leiknir sem með sigrinum fór uppfyrir Keflavík í töflunni vann þar sanngjarnan sigur og sendi ákveðin skilaboð að þeir ætli sér að vera með í toppbaráttunni í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Leiknir R.

„Mér líður stórkostlega. Að lenda undir og vinna svo er alltaf extra sætt og á móti svona góðu liði eins og Keflavík að koma til baka er svo rosalega sterkt fyrir okkur svo ég er rosalega stoltur af liðinu hér í dag.“

Leiknismenn sýndu allt annan leik en gegn Vestra á dögunum og virtust hreinlega vilja þetta meira en Keflavíkingar í dag. Eftir dapran leik á móti Vestra er væntanlega gott að fá svona leik?

„Já leikurinn á móti Vestra var virkilega lélegur af okkar hálfu. Við létum þá komast í taugarnar á okkur.“ Sagði Sævar og bætti svo við. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik, vissum að við værum að fara spila á móti góðu fótboltaliði. Vissum að við myndum þurfa að hlaupa og berjast og þegar við erum á okkar degi og spilum okkar bolta á eiginlega engin séns í okkur.“

Sævar lagði boltann fyrir Daníel Finns þegar sá síðarnefndi skoraði sigurmark leiksins með glæsilegu skoti, Um markið og aðdraganda þess sagði Sævar.

„Við teiknuðum þetta upp á æfingasvæðinu í gær að Guy myndi negla honum upp á Griði, Girðir flikka honum á ,mig og ég myndi leggja hann fyrir Danna sem ætti að koma í seinna hlaupið og þegar ég sé Danna í svona skotfæri þá veit ég að hann endar alltaf inni.“

Sagði Sævar Atli en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner