Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 03. júlí 2020 21:47
Sverrir Örn Einarsson
Sævar Atli: Rosalega sterkt fyrir okkur
Lengjudeildin
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis R.
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis.R var að vonum kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir góðan útisigur Leiknis á Keflavík fyrr í kvöld. Leiknir sem með sigrinum fór uppfyrir Keflavík í töflunni vann þar sanngjarnan sigur og sendi ákveðin skilaboð að þeir ætli sér að vera með í toppbaráttunni í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Leiknir R.

„Mér líður stórkostlega. Að lenda undir og vinna svo er alltaf extra sætt og á móti svona góðu liði eins og Keflavík að koma til baka er svo rosalega sterkt fyrir okkur svo ég er rosalega stoltur af liðinu hér í dag.“

Leiknismenn sýndu allt annan leik en gegn Vestra á dögunum og virtust hreinlega vilja þetta meira en Keflavíkingar í dag. Eftir dapran leik á móti Vestra er væntanlega gott að fá svona leik?

„Já leikurinn á móti Vestra var virkilega lélegur af okkar hálfu. Við létum þá komast í taugarnar á okkur.“ Sagði Sævar og bætti svo við. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik, vissum að við værum að fara spila á móti góðu fótboltaliði. Vissum að við myndum þurfa að hlaupa og berjast og þegar við erum á okkar degi og spilum okkar bolta á eiginlega engin séns í okkur.“

Sævar lagði boltann fyrir Daníel Finns þegar sá síðarnefndi skoraði sigurmark leiksins með glæsilegu skoti, Um markið og aðdraganda þess sagði Sævar.

„Við teiknuðum þetta upp á æfingasvæðinu í gær að Guy myndi negla honum upp á Griði, Girðir flikka honum á ,mig og ég myndi leggja hann fyrir Danna sem ætti að koma í seinna hlaupið og þegar ég sé Danna í svona skotfæri þá veit ég að hann endar alltaf inni.“

Sagði Sævar Atli en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner