Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. ágúst 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 5. sæti - „Besti norski knattspyrnumaðurinn í heiminum"
Arsenal
Gabriel Jesus er mættur til félagsins.
Gabriel Jesus er mættur til félagsins.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard er nýr fyrirliði Arsenal.
Martin Ödegaard er nýr fyrirliði Arsenal.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Fabio Vieira var keyptur frá Porto.
Miðjumaðurinn Fabio Vieira var keyptur frá Porto.
Mynd: Getty Images
Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson er harður Arsenal maður.
Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson er harður Arsenal maður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
William Saliba er kominn til baka úr láni frá Marseille.
William Saliba er kominn til baka úr láni frá Marseille.
Mynd: Getty Images
Arsenal rétt missti af Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð.
Arsenal rétt missti af Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Fyrsti leikur er á föstudaginn.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Þá er það fimmta sætið, Arsenal.

Um Arsenal: Það hefur verið uppbygging í gangi hjá Arsenal síðustu árin undir stjórn hins spænska Mikel Arteta. Það hefur gengið illa að komast í Meistaradeildina á nýjan leik en Skytturnar - eins og liðið er kallað - voru nálægt því í fyrra. Þeir voru í raun bara klaufar að kasta þessu frá sér eins og þeir gerðu.

Það hefur verið mikið um að vera í glugganum hjá Arsenal og ljóst að félagið ætlar sér ekki að fara inn í tímabilið 2023/24 án þess að vera í Meistaradeildinni. En enska úrvalsdeildin er erfið og það eru mörg lið sem ætla sér það sama og Arsenal á þessu komandi keppnistímabili. Verður Meistaradeildarsæti raunin, loksins?

Komnir:
Gabriel Jesus frá Manchester City - 45 milljónir punda
Oleksandr Zinchenko frá Manchester City - 30 milljónir punda
Fábio Vieira frá Porto - 30 milljónir punda
Matt Turner frá New England Revolution - 4,7 milljónir punda
Marquinhos frá Sao Paulo - 3 milljónir punda
William Saliba frá Marseille - var á láni

Farnir:
Mattéo Guendouzi til Marseille - 9 milljónir punda
Bernd Leno til Fulham - 8 milljónir punda
Dinos Mavropanos til Stuttgart - 3 milljónir punda
Daniel Ballard til Sunderland - 2 milljónir punda
Nuno Tavares til Marseille - á láni
Marcelo Flores til Real Oviedo - á láni
Omari Hutchinson til Chelsea - óuppgefið kaupverð
Auston Trusty til Birmingham - á láni
Zak Swanson til Portsmouth - óuppgefið kaupverð
Nikolaj Moller til Den Bosh - á láni
Jordi Osei-Tutu til Bochum - frítt
Mika Biereth til RKC Waalwijk - á láni
Tyreece John-Jules til Ipswich - á láni
Harry Clarke til Stoke - á láni
Omar Rekik til Sparta Rotterdam - á láni
Alexandre Lacazette til Lyon - frítt

Lykilmenn: Bukayo Saka, Martin Ödegaard og Gabriel Jesus




Þetta var eiginlega aldrei spurning
Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson er líklega harðasti Arsenal stuðningsmaður landsins um þessar mundir. Það er mikil eftirvænting hjá Arsenal samfélaginu hér á landi fyrir tímabilinu sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Arsenal af því að... Þetta var eiginlega aldrei spurning, pabbi, mamma og bróðir minn héldu með Arsenal þegar ég fæddist og hafa alltaf gert og ég tók bara við keflinu.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Síðasta tímabil var fínt, við erum auðvitað í þessari frægu þriggja ára uppbyggingu undir stjórn færasta þjálfara leiksins um þessar mundir, í það minnsta mest spennandi þjálfaranum. Síðasta tímabil einkenndist af óheppilegum meiðslum undir lok tímabils sem gerðu það að verkum að við spilum á fimmtudagskvöldum í vetur. En hafið þið verið á Emirates á fimmtudagskvöldi í febrúar? Ef ekki þá skiljið þið þetta ekki einfaldlega. Tímabilið fram undan er eitt mest spennandi sem ég man eftir í 10-20 ár. Hvernig Arteta og Edu hafa byggt upp liðið okkar undanfarið er í raun algjörlega lygilegt, ég bið alltaf eftir því að einhver segi grín að City hafi selt okkur tvo bestu leikmennina sína.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig var það? Jaja maður hefur farið margoft. Ég fór á fyrsta leikinn minn Invincible tímabilið og sá hrikalega skemmtilegan 0-0 leik gegn Fulham. En ég sá og fékk áritun frá Bergkamp og Henry sem eru í raun bara holdgervingar æsku minnar svo ég gleymi þeirri ferð aldrei.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Það er besti norski knattspyrnumaðurinn í heiminum í dag, yngsti fyrirliði Noregs og næst yngsti fyrirliði í sögu Arsenal að mig minnir. Martin Ødegaard.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Þetta er bara eins og að spyrja mann hvaða fjolskyldumeðlim maður vill losna við. Ég hugsa að leikmenn eins og Pablo Marí og Hector Bellerin gætu þurft að róa á önnur mið fyrir spilmínútur, klúbburinn einfaldlega vaxið frá þeim.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Ég gæti mjög hæglega nefnt 10-15 nöfn hér. En ég hugsa að William Saliba verði kryptónít fyrir önnur lið bæði varnar- og sóknarlega. Hann tapar ekki návígi, er stór, sterkur og góður á boltann. Hann er í raun og veru Virgil Van Dijk nema bara betri.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Allison. Ramsdale er mjög flottur og ég er hrifinn af honum. En presensið og gæðin í Allison 1v1 er í sérflokki.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Er hann á réttri leið með liðið? Hahaha. Já maður er vægast sagt ánægður. Við göngum í draumalandi Arteta og mjög augljóst að hann mun setja ansi marga á skólabekk á næsta tímabili.

Hvernig finnst þér leikmannaglugginn hafa verið? Besti leikmannagluggi í sögu evrópskra félagsliða ef við losum okkur við 2-3 í viðbót og fáum Tielemans inn.

Í hvaða sæti mun Arsenal enda á tímabilinu? 1.sæti. Þakka þeim sem hlýddu.




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5. Arsenal, 163 stig
6. Chelsea, 160 stig
7. West Ham, 133 stig
8. Leicester, 123 stig
9. Newcastle, 115 stig
10. Aston Villa, 99 stig
11. Wolves, 96 stig
12. Brighton, 94 stig
13. Crystal Palace, 90 stig
14. Everton, 61 stig
15. Southampton, 55 stig
16. Leeds, 53 stig
17. Fulham, 43 stig
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Enski boltinn - Arsenal upphitun með Skagafrændum
Athugasemdir
banner