Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   lau 03. ágúst 2024 12:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Veit ekki hvaðan þetta kemur
Mynd: EPA

Enska fótboltasambandið er í leit að nýjum þjálfara eftir að Gareth Southgate sagði upp störfum eftir að liðið tapaði úrslitaleik EM gegn Spáni fyrr í sumar.


Pep Guardiola hefur verið orðaður við starfið en hann hefur engan áhuga á að taka við landsliði.

„Ég er hérna og er mjög ánægður. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Ég get ekki beðið eftir því að leikmenn komi til baka og æfa saman og hressa upp á það sem við þurfum að gera," sagði Guardiola.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, og Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, hafa báðir staðfest að þeir hafi ekki áhuga á að taka við landsliðinu.

Guardiola á eitt ár eftir af samningi sínum hjá City og talað hefur verið um að enska sambandið vildi ráða bráðabirgðaþjálfara þar til Guardiola verði laus allra mála hjá City.


Athugasemdir
banner
banner
banner