Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   lau 03. ágúst 2024 06:00
Sölvi Haraldsson
Romeu á lán til Girona - „Here we go!“
Romeu í leik með Southampton um árið.
Romeu í leik með Southampton um árið.
Mynd: Getty Images

Oriol Romeu er að ganga í raðir síns gamla liðs Girona á láni út tímabilið. Fótboltafréttamaðurinn vinsæli Fabrizio Romano er búinn að setja „here we go!" stimpilinn sinn fræga á félagaskipti spænska miðjumannsins.


Romeu hefur verið ofarlega á óskalista Girona í sumar. Hann lék 37 leiki með Barcelona á seinasta tímabili eftir að hafa leikið með Girona tímabilið þar á undan.

Miðjumaðurinn sem er þekktur fyrir sína þrautsegju kemur úr unglingastarfi Barcelona en hefur leikið með liðum eins og Chelsea, Southampton, Stuttgart og Valencia á sínum ferli.

Áætlað er að hann fari í læknisskoðun um helgina og tilkynntur sem sem nýr leikmaður félagsins í kjölfarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner