Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   sun 03. ágúst 2025 20:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
38 ára gamall David Luiz kominn til Kýpur
Mynd: Heimasíða Arsenal
Hinn 38 ára gamli David Luiz, sem lék með Chelsea og Arsenal í úrvalsdeildinni og franska liðinu PSG, á sínum tíma er kominn til Kýpur.

Brasilíumaðurinn gekk til liðs við Flamengo í heimalandinu frá Arsenal árið 2023 en hann samdi síðan við Fortaleza, í Brasilíu, í janúar.

Hann hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við kýpverska liðið Pafos FC.

Pafos er ríkjandi meistari í Kýpur en liðið vann deildina í fyrra með 17 stiga mun.


Athugasemdir
banner