sun 03. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingahópar U15 og U16: Stjarnan með flesta landsliðsmenn
Mynd: KSÍ
Mynd: KSÍ
Ómar Ingi Guðmundsson landsliðsþjálfari U15 og U16 karla hefur valið úrtakshópa sem mæta til æfinga 6.-8. ágúst og 12.-14. ágúst.

Í landsliðshóp U15 er Stjarnan atkvæðamest aðildarfélaga með sex landsliðsmenn talsins. KR er með fimm fulltrúa í hópnum og næst á eftir koma Breiðablik og Selfoss með fjóra fulltrúa hvort.

Valur og Selfoss eiga saman sjö fulltrúa eftir að hafa mæst í úrslitaleik á U14 móti Rey Cup, þar sem Valur vann þægilegan 4-0 sigur.

Æfingar U15 ára liðsins fara fram á Laugardalsvelli en U16 liðið mun æfa á heimavelli Þróttar R. í Laugardal.

Í U16 liðinu koma langflestir úr Kópavogi eða átta leikmenn talsins, fjórir úr röðum Breiðabliks og fjórir úr röðum HK.

Stefan Tufegdzic, Magnús Daði Ottesen og Arnar Bjarki Gunnleifsson eru meðal leikmanna í æfingahópi U16 liðsins.

Tveir leikmenn úr röðum Þróttar R. eru með í hópnum eftir að hafa rúllað upp U16 móti Rey Cup.

U15
Alexander Úlfar Antonsson - Selfoss
Steindór Orri Fannarsson (M) - Selfoss
Emil Nói Auðunsson - Selfoss
Ólafur Eldur Ólafsson - Selfoss
Andri Árnason - Stjarnan
Arnar Breki Björnsson - Stjarnan
Einar Þórhallur Ármannsson - Stjarnan
Eyþór Orri Þorsteinsson - Stjarnan
Fannar Heimisson - Stjarnan
Matthías Choi Birkisson - Stjarnan
Loki Kristjánsson - Valur
Magnús Þór Hallgrímsson (M) - Valur
Tjörvi Franklín Bjarkason - Valur
Arnór Steinsen Arnarsson - Fylkir
Aron Ingi Hauksson - Breiðablik
Guðmundur Bragi Guðmundsson - Breiðablik
Princ Zeli - Breiðablik
Reynar Erik Henrysson - Breiðablik
Heiðar Örn Heimisson - KR
Lárus Högni Harðarson (M) - KR
Marinó Leví Ottósson - KR
Ólafur Sigurðsson - KR
Þorbergur Orri Halldórsson - KR
Ari Hrafn Haraldsson - Afturelding
Arnar Ingi Sigurðarson - Víkingur R.
Styrmir Sigurjónsson (M) - Víkingur R.
Axel Höj Madsson - FH
Óli Hrannar Arnarsson - FH
Benedikt Gunnarsson - Völsungur
Gísli Þór Árnason - Fram
Guðmundur Þórðarson - HK
Hafþór Davíðsson - Keflavík
Jóhann Lár Hannesson - ÍA
Kristinn Kaldal - Þróttur

U16
Alex Leví Gunnarsson - Sindri
Leó Hrafn Elmarsson - Þróttur R.
Fjölnir Freysson - Þróttur R.
Arnar Bjarki Gunnleifsson – Breiðablik
Darri Kristmundsson – Breiðablik
Elmar Ágúst Halldórsson - Breiðablik
Óðinn Sturla Þórðarson - Breiðablik
Magnús Daði Ottesen - Fylkir
Aron Gunnar Matus – FH
Róbert Hugi Sævarsson - FH
Sigurður Stefán Ólafsson - FH
Marten Leon Jóhannsson - HK
Bjarki Örn Brynjarsson – HK
Emil Máni Breiðdal Kjartansson – HK
Sölvi Hrafn Haldór Högnason - HK
Aron Kristinn Zumbergs – ÍA
Mikael Máni Þorfinnson – Grindavík
Benjamín Björnsson - Stjarnan
Ólafur Ingi Magnússon - Stjarnan
Bjarki Friðjón Sæmundsson – Stjarnan
Pétur Eiríksson - Valur
Stefan Tufegdzic - Valur
Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson - Þór Ak.
Smári Signar Viðarsson - Þór Ak.
Emil Gautason - ÍBV
Sigurður Nói Jóhannsson - KA
Gestur Alexander Ó. Hafþórsson - Víkingur R.
Jón Helgi Brynjúlfsson - Völsungur
Kristján Tómas Björnsson - Grótta
Tristan Gauti Línberg Arnórsson - KR
Athugasemdir
banner
banner