Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Al Nassr reyndi að fá Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes hafnaði því að fara til Sádi-Arabíu í annað sinn í sumar en Al Nassr, félag Cristiano Ronaldo, hafði áhuga á að fá hann.

Al Hilal reyndi að fá Fernandes fyrr í sumar áður en Portúgalinn tók ákvörðun um að vera áfram hjá Manchester United.

Fernandes hefði fengið ríkulega borgað fyrir að fara til Sádi-Arabiu, en hann vildi heldur spila áfram á hæsta stigi í Evrópu.

Sky Sports segir í dag að Al Nassr hafi reynt að fá Fernandes á dögunum, en að þær viðræður hafi ekki náð langt. Al Nassr lagði aldrei fram tilboð enda afstaða Fernandes óbreytt.

Samkvæmt Ben Jacobs hjá GiveMeSport vill Fernandes spila að minnsta kosti í ár til viðbótar með United og mun síðan skoða möguleika sína aftur eftir tímabilið.

Fernandes, sem er þrítugur, kom til United frá Sporting árið 2020 og verið langbesti leikmaður liðsins síðan. Hann hefur komið að 184 mörkum í 290 leikjum í öllum keppnum og fjórum sinnum verið valinn besti leikmaður ársins hjá félaginu.
Athugasemdir
banner