Það kom upp umdeilt atvik þegar Breiðablik og KA skildu jöfn á Kópavogsvelli í kvöld.
Á fjórðu mínútu í uppbótatíma hélt Viktor Örn Margeirsson að hann hefði komið Breiðabliki yfir.
Á fjórðu mínútu í uppbótatíma hélt Viktor Örn Margeirsson að hann hefði komið Breiðabliki yfir.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 KA
Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, dæmdi markið hins vegar af þar sem hann taldi að boltinn hafi farið í höndina á Viktori eftir skot frá Tobias Thomsen.
Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks, birti annað sjónarhorn á X á markið í kvöld. Dæmi hver fyrir sig.
„Hann skoppar af mjöðminni á mér. Þeir garga og grenja og dómarinn í meðvirkninni sinni hlustar á þá," sagði Viiktor Örn í viðtali hjá Fótbolta.net.
„Ég var í yfirvegun minni að spurja þá hvernig þetta var. Hann rak mig bara inn í klefa og gat ekki tjáð sig um svona einfalda spurningu. Hann rak okkur inn í klefa, það mátti ekki opna á sér munninn í kringum hann."
@fs3786 @hlynurm
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) August 3, 2025
Gjörið svo vel. Heimskasti dómur sumarsins fundinn.
BOLTINN FER Í FOKKING MJÖÐMINA Á HONUM pic.twitter.com/Tw2h99Ipyt
Athugasemdir