Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 22:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Annað sjónarhorn á markið sem dæmt var af Blikum - „Hlustar á þá í meðvirkni sinni"
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom upp umdeilt atvik þegar Breiðablik og KA skildu jöfn á Kópavogsvelli í kvöld.

Á fjórðu mínútu í uppbótatíma hélt Viktor Örn Margeirsson að hann hefði komið Breiðabliki yfir.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, dæmdi markið hins vegar af þar sem hann taldi að boltinn hafi farið í höndina á Viktori eftir skot frá Tobias Thomsen.

Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks, birti annað sjónarhorn á X á markið í kvöld. Dæmi hver fyrir sig.

„Hann skoppar af mjöðminni á mér. Þeir garga og grenja og dómarinn í meðvirkninni sinni hlustar á þá," sagði Viiktor Örn í viðtali hjá Fótbolta.net.

„Ég var í yfirvegun minni að spurja þá hvernig þetta var. Hann rak mig bara inn í klefa og gat ekki tjáð sig um svona einfalda spurningu. Hann rak okkur inn í klefa, það mátti ekki opna á sér munninn í kringum hann."


Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Athugasemdir
banner