Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal skoðar franskan miðvörð
Mynd: Rennes
Arsenal er að skoða það að fá annan miðvörð í sumar eftir að hafa landað Cristhian Mosquera frá Valencia, en Fabrizio Romano segir félagið hafa sett sig í samband við Rennes vegna hins tvítuga Jeremy Jacquet.

Jacquet spilaði ellefu leiki og lagði upp eitt mark með Rennes í frönsku deildinni á síðustu leiktíð og þykir gríðarlegt efni.

Hann er fastamaður í U21 árs landsliðinu og var valinn í lið mótsins er U19 ára landsliðið varð Evrópumeistari á síðasta ári.

Romano segir að Arsenal hafi formlega sett sig í samband við Rennes vegna Jacquet.

Arsenal er að íhuga að bjóða í leikmanninn en það mun velta á því hvort fleiri varnarmenn yfirgefa félagið í sumar.

Jacquet framlengdi nýlega samning sinn við Rennes til 2029, en talið er að hann sé falur fyrir 17,6 milljónir punda.
Athugasemdir
banner