Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 15:41
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Breiðabliks og KA: Tobias Thomsen byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 16:30 flautar Jóhann Ingi Jónsson til leiks á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti KA í Bestu deild karla. 

Þessi leikur átti upprunlega að vera spilaður á Þriðjudaginn næstkomandi en var flýtt um tvo sólarhringa vegna þáttöku Breiðabliks í Evrópukeppni. 

Breiðablik er í þriðja sæti deilldarinnar með 31.stig fyrir leikinn í dag á meðan KA er á hinum enda töflunnar í 10.sæti með 18.stig. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Halldór Árnason þjálfari Breiðablik gerir fjórar breytingar á liði sínu frá evrópuleiknum gegn Lech Poznan á Kópavegsvelli. Tobias Thomsen, Ágúst Orri Þorsteinsson, Kristinn Jónsson og Viktor Örn Margeirsson koma allir inn í liðið. Kristinn Steindórsson,  Arnór Gauti Jónsson fá sér sæti á bekknum. Aron Bjarnason og Kristófer Ingi eru utan hóps.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Silkeborg á fimmtudag. Birgir Baldvinsson, Ásgeir Sigurgeirsson og Mikael Breki Þórðarson koma allir inn í liðið. Rodri og Hrannar Björn Stengrímsson fá sér sæti á bekknum og Bjarni Aðalsteinsson tekur út leikbann. 


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
29. Gabríel Snær Hallsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen

Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson
8. Marcel Ibsen Römer
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
17. Birnir Snær Ingason
21. Mikael Breki Þórðarson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
Athugasemdir
banner
banner