Enski táningurinn Tyrique George hefur tilkynnt Chelsea að hann vilji halda annað í leit að meiri spiltíma.
George er 19 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem spilaði 26 leiki með aðalliðinu á síðustu leiktíð.
Hann skoraði þrjú mörk á tímabilinu og nú síðast á HM félagsliða er Chelsea varð heimsmeistari.
Englendingurinn sér ekki fram á það að fá margar mínútur á komandi tímabili og hefur því tjáð félaginu að hann vilji fara annað, en bæði Borussia Mönchengladbach og Leipzig hafa sýnt áhuga.
Leipzig hefur þegar talað við Chelsea um möguleikann á að fá George, en það kom upp í viðræðum þeirra um hollenska leikmanninn Xavi Simons.
Chelsea væri helst til í að halda honum en skilur hans stöðu. Fabrizio Romano segir að lán er líklegasti kosturinn, en útilokar ekki að hann geri varanleg skipti.
Athugasemdir