Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 22:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Framherji Ajax á leið til Birmingham
Mynd: Ajax
Chupa Akpom, framherji Ajax, er á leið til Birmingham en hann mun ganga til liðs við félagið á láni.

Sky Sports greinir frá því að Birmingham muni þurfa að kaupa hann fyrir 7 milljónir punda ef liðið vinnur sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta ári.

Akpom er 29 ára enskur framherji en hann er uppalinn hjá Arsenal. Hann gekk til liðs við Ajax frá Middlesbrough árið 2023 en Middlesbrough reyndi að skerast inn í leikinn á síðustu stundu og ræna honum af Birmingham í þetta skiptið.

Hann var á láni á seinni hluta síðasta tímabils hjá Lille en þar var hann liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldssonar. Hann fær nýja íslenska liðsfélaga hjá Birmingham þar sem Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted eru leikmenn liðsins.
Athugasemdir