Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliðinn þarf að venjast því að vera á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dani Carvajal, fyrirliði Real Madrid á Spáni, mun þurfa að venjast því að vera á bekknum á komandi leiktíð en þetta kemur fram í spænska miðlinum E-Noticies.

Spánverjinn var talinn besti hægri bakvörður heims áður en hann sleit krossband á síðasta ári.

Real Madrid fékk Trent Alexander-Arnold frá Liverpool í sumar og er honum ætlað að byrja í bakverðinum.

Síðan Carvajal sneri aftur hefur hann ekki verið sami leikmaður og fyrir hnémeiðslin og segir E-Noticies að Alonso hafi tekið ákvörðun um að Trent verði fastamaður í bakverðinum.

Stór ákvörðun hjá Alonso en Carvajal er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Real Madrid enda uppalinn Madrídingur sem hefur unnið 25 titla á tólf árum sínum með aðalliðinu.
Athugasemdir
banner
banner