Albert Guðmundsson spilaði sinn fyrsta æfingaleik sinn á undirbúningstímabilinu með Fiorentina er liðið tapaði fyrir Leicester City, 2-0, á King Power-leikvanginum á Englandi í dag.
Íslenski landsliðsmaðurinn var ekki með liðinu í fyrstu tveimur leikjum sumarsins gegn Grosseto og Carrarese, en ferðaðist með Flórensarliðinu til Englands á dögunum og spilaði hálftíma í leiknum gegn Leicester.
Jordan Ayew og Issahaku Fatawu skoruðu mörk Leicester-manna sem eru að gera sig klára fyrir B-deildina á Englandi.
Fiorentina spilar æfingaleik við Nottingham Forest eftir tvo daga áður en það mætir Manchester United á Old Trafford á laugardag.
Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Cracovia sem gerði 2-2 jafntefli við Lechia Gdansk í pólsku úrvalsdeildinni. Cracovia er í öðru sæti með 7 stig eftir þrjár umferðir.
Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, var enn einu sinni á bekknum hjá liðinu er það gerði markalaust jafntefli við AGF í dönsku úrvalsdeildinni.
Danski markvörðurinn Jonas Lössl hefur endurheimt stöðuna og virðist hann ekkert vera að fara tapa henni á næstunni. Hann sá til þess að bjarga stigi með vítaspyrnuvörslu rúmum tuttugu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Midtjylland er með 5 stig í 4. sæti.
Stefán Ingi Sigurðarson byrjaði hjá Sandefjord sem tapaði fyrir Vålerenga, 2-1, í norsku úrvalsdeildinni. Sandefjord er í 6. sæti með 27 stig
Daníela Dögg Guðnadóttir kom þá inn af bekknum hjá Álasundi sem gerði 2-2 jafntefli við Start í B-deildinni í Noregi. Álasund er á toppnum með 24 stig.
Athugasemdir