Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 13:48
Brynjar Ingi Erluson
Hræðilegar fréttir fyrir Tottenham
Mynd: EPA
James Maddison, leikmaður Tottenham Hotspur, meiddist illa í æfingaleik gegn Newcastle í Seoul í Suður-Kóreu í dag og er óttast að hann verði lengi frá.

Maddison var borinn af velli eftir að hafa misstigið sig illa við að elta boltann aðeins tíu mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Meiðsli James Maddison líta illa út. Þetta var hrottalegt augnablik,“ sagði Thomas Frank, stjóri Tottenham, við fjölmiðla eftir leikinn.

Englendingurinn glímdi við erfið meiðsli í kálfa og hné á síðustu leiktíð og missti meðal annars af úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Þetta eru vondar fréttir fyrir Tottenham enda Maddison skapandi leikmaður og mikilvægur liðinu.

Leikurinn gegn Newcastle var sá síðasti í Asíuferð Tottenham en liðið mætir næst Bayern München á miðvikudag áður en það spilar við Paris Saint-Germain í Ofurbikar Evrópu. Enska úrvalsdeildin hefst síðan 16. ágúst en nýliðar Burnley koma þá í heimsókn á Tottenham Hotspur-leikvanginn.


Athugasemdir
banner
banner