Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 10:43
Brynjar Ingi Erluson
Leipzig hafnaði tilboði Newcastle - Milan í viðræðum um Nunez
Powerade
Hvert fer Sesko?
Hvert fer Sesko?
Mynd: EPA
Er Nunez á leið til Milan?
Er Nunez á leið til Milan?
Mynd: EPA
Man Utd og Newcastle berjast um Benjamin Sesko, Chelsea reynir að fá Xavi Simons og Alejandro Garnacho, og þá er Heung-Min Son á leið til Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í Powerade-slúðurpakka dagsins.

RB Leipzig hafnaði tæplega 70 milljóna punda tilboði Newcastle í slóvenska framherjann Benjamin Sesko (22) í gær, en félagið vill bæta við klásúlu sem gefur liðinu prósentu af endursöluvirði leikmannsins. (Telegraph)

Manchester United er áfram í viðræðum við Sesko, sem hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíðina. (Fabrizio Romano)

Liverpool mun leggja fram annað tilboð í sænska framherjann Alexander Isak (25) ef Newcastle tekst að finna framherja í staðinn. (Daily Mail)

Arsenal íhugaði að leggja fram tilboð í Isak áður en félagið ákvað að kaupa samlanda hans, Viktor Gyökeres, en Arsenal var efins um meiðslasögu Isak. (ESPN)

Chelsea vill kaupa Xavi Simons (22) frá RB Leipzig og Alejandro Garnacho (21) frá Manchester United. (Fabrizio Romano)

Heung-Min Son (33), framherji Tottenham, hefur samþykkt að ganga í raðir LAFC í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. (GiveMeSport)

Barcelona hefur hafnað tilboði Chelsea í spænska miðjumanninn Fermin Lopez, en enska félagið bauð Börsungum að fá Christopher Nkunku (27) í skiptum. (Mundo Deportivo)

Manchester United er reiðubúið að leggja fram 61 milljón punda tlboð í Lopez. (Sport)

Hollenski varnarmaðurinn Jorrel Hato (19) hefur staðist læknisskoðun hjá Chelsea áður en hann skrifar undir sjö ára samning, en kaupverðið er 35,5 milljónir punda. (Sky Sports)

AC Milan er í viðræðum við Liverpool um úrúgvæska framherjann Darwin Nunez (26). Ítalska félagið mun fá samkeppni frá sádi-arabíska félaginu Al Hilal. (Sky Sports)

Yann Bissek (24), varnarmaður Inter, hefur hafnað því að ganga í raðir Crystal Palace eftir að 28 milljóna punda tilboð var samþykkt af ítalska félaginu. (Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir
banner