Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Óvíst hvort Isak snúi aftur til æfinga - „Ég væri til í að fá hann“
Eddie Howe vill fá Isak aftur í hópinn
Eddie Howe vill fá Isak aftur í hópinn
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle United, segist ekki vita það hvort sænski framherjinn Alexander Isak mætti aftur til æfinga í næstu viku.

Isak er mættur aftur til Englands eftir að hafa æft einn á æfingasvæði Real Sociedad síðustu daga.

Svíinn vill komast til Liverpool og neitaði hann meðal annars að fara með Newcastle í æfingaferðalag til Asíu þar sem hann vildi fá að skoða aðra möguleika.

Liverpool lagði fram 110 milljóna punda tilboð í Isak fyrir helgi sem var hafnað umsvifalaust.

Howe hefur sýnt Isak mikinn stuðning á þessum óvissutímum, en segist ekki alveg vita það hvort framherjinn muni snúa aftur til æfinga þegar hópurinn snýr aftur heim frá Asíu.

„Auðvitað væri ég til í það, en á þessu augnabliki veit ég ekki hvort hann muni gera það. Fólkið heima hefur verið að eiga við þetta mál,“ sagði Howe.

Frekari fregnir af Isak-málinu má vænta á næstu dögum, en það veltur auðvitað allt á því hvort Newcastle takist að kaupa Benjamin Sesko frá Leipzig. Ef það tekst mun Liverpool leggja fram annað tilboð í Isak, en ef ekki mun þetta dragast fram yfir næstu helgi eða í lok mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner